Aðhalds enn þörf að mati OECD 29. nóvember 2006 07:00 Í nýútkominni hagspá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) fyrir aðildarríkin er gert ráð fyrir að efnahagslegt ójafnvægi verði áfram umtalsvert á Íslandi þrátt fyrir að draga muni saman í hagkerfinu á næstu misserum. Því sé helsta áskorunin sem íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir að ná árangri í að vinda ofan af ójafnvægi í hagkerfinu svo að frekari óróleiki á fjármálamarkaði nái ekki að koma aðlöguninni úr jafnvægi. Spáir stofnunin eins prósents hagvexti á næsta ári en að vöxturinn glæðist á ný 2008 og verði 2,5 prósent. Í skýrslunni segir jafnframt að frekara aðhalds sé þörf í peningamálum á næstunni til að ná niður verðbólgu og halda væntingum niðri hér á landi. Fjármálastefnan ætti að miða að því að forðast að kynda undir innlendri eftirspurn til að vega upp á móti þeim þensluáhrifum sem fyrirhugaðar skattalækkanir munu hafa í för með sér. OECD telur einnig að hætta sé á ofhitnun hagkerfisins í Noregi, Danmörku og Svíþjóð og mælir með hækkun stýrivaxta þar. Þar að auki telur stofnunin að hægja muni á stærstu hagkerfum heims á næstunni, í Japan, Bandaríkjunum og á evrusvæðinu. Vöxtur verði hins vegar mikill í Kína, á Indlandi og í Rússlandi. Viðskipti Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Í nýútkominni hagspá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) fyrir aðildarríkin er gert ráð fyrir að efnahagslegt ójafnvægi verði áfram umtalsvert á Íslandi þrátt fyrir að draga muni saman í hagkerfinu á næstu misserum. Því sé helsta áskorunin sem íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir að ná árangri í að vinda ofan af ójafnvægi í hagkerfinu svo að frekari óróleiki á fjármálamarkaði nái ekki að koma aðlöguninni úr jafnvægi. Spáir stofnunin eins prósents hagvexti á næsta ári en að vöxturinn glæðist á ný 2008 og verði 2,5 prósent. Í skýrslunni segir jafnframt að frekara aðhalds sé þörf í peningamálum á næstunni til að ná niður verðbólgu og halda væntingum niðri hér á landi. Fjármálastefnan ætti að miða að því að forðast að kynda undir innlendri eftirspurn til að vega upp á móti þeim þensluáhrifum sem fyrirhugaðar skattalækkanir munu hafa í för með sér. OECD telur einnig að hætta sé á ofhitnun hagkerfisins í Noregi, Danmörku og Svíþjóð og mælir með hækkun stýrivaxta þar. Þar að auki telur stofnunin að hægja muni á stærstu hagkerfum heims á næstunni, í Japan, Bandaríkjunum og á evrusvæðinu. Vöxtur verði hins vegar mikill í Kína, á Indlandi og í Rússlandi.
Viðskipti Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira