Sport

Gunnar Berg frá vegna meiðsla

Gunnar Berg Viktorsson handknattleiksmaður sem leikur með Króná Östringen í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik verður frá keppni í fjóra mánuði vegna axlarmeins. Gunnar var skorinn upp á dögunum og þá kom í ljós að meiðslin voru mun alvarlegri en haldið var í fyrstu. Gunnar Berg mun ekki leika í þýsku deildinni til áramóta, en Króná Östringen vann sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni á nýjan leik á síðustu leiktíð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×