Sport

Árni hafði betur í Íslendingaslag

Það var Íslendingaslagur í norsku úrvalsdeildinni í gær þegar Våleringa, lið Árna Gauts Arasonar, mætti Brann, liði þeirra Ólafs Arnar Bjarnasonar og Kristjáns Sigurðssonar. Árni Gautur og félagar í Våleringa sigruðu í leiknum 2-1. Stefán Gíslason var í liði Lyn sem sigraði Lilleström 1-0. Start er efst í norsku deildinni, hefur hlotið 30 stig, Våleringa er í öðru, einnig með 30 stig, þá kemur Viking með 27 og Brann og Lyn eru með 24 stig eftir 15 umferðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×