Sport

Landsbankadeildin í gær

Tveir leikir fóru fram í Landsbankadeild karla í gær. Í Árbæ tóku heimamenn í Fylki á móti Þrótti og það var aðeins eitt mark skorað, það gerði Ólafur Tryggvason með föstu skoti á 71 mínútu. Atli Eðvaldsson hefur nú stýrt Þrótti í 2 leikjum og hafa þeir haldið hreinu í bæði skiptin. Þróttur komst af botninum með sigrinum og er nú í sjöunda sæti með 9 stig en Fylkir er sem fyrr í 3ja sæti með 17 stig. Í Laugardal áttust við Fram og KR. Það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn lenti í gær því KR spilaði mjög vel og unnu sannfærandi 0-4 útisigur. Grétar Ólafur Hjartarsson skoraði tvisvar, færeyingurinn Rógvi Jakobsen skoraði einnig en glæsilegasta mark leiksinns skoraði Sigurvin Ólafsson. Hann lék boltanum frá sínum eiginn vallarhelmingi og þrumaði boltanum í slána og inn af um 30 metra færi. Bo Hendriksen fékk rauða spjaldið hjá Fram fyrir að slá til Tryggva Bjarnasonar en Bo var að leika sinn fyrsta leik fyrir safamýrarliðið. KR er í sjötta sæti með 13 stig en Framarar eru á botni deildarinnar með 8. Einn leikur er í kvöld í Landsbankadeildinni í Keflavík og þar eigast við heimamenn og ÍBV.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×