Sport

Loeb í metabækurnar

Franski ökuþórinn Sebastien Loeb sigraði með yfirburðum í Argentínurallinu um helgina og varð með því fyrsti ökuþórinn í sögu heimsmeistarakeppninnar til að vinna sex keppnir í röð á sama tímabilinu, en hann varð einnig fyrsti ökumaðurinn til að sigra á sjö mótum í heildina á einu keppnistímabili, sem enn er ekki búið. Loeb, sem ekur á Citroen, varð tæpri hálfri sekúndu á undan Finnanum Marcus Grönholm sem varð í öðru sæti, en næstur þar á eftir kom hinn norski Petter Solberg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×