Leyndi eignatengslum 13. júlí 2005 00:01 Þegar stjórn SÍF ákvað að selja Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum til Sjóvíkur í október á síðasta ári voru stjórnarmenn ekki upplýstir af stjórnarformanninum, Ólafi Ólafssyni, um að hann væri stór hluthafi í Sjóvík. Stjórnarmaður segir það ekki hafa skipt höfuðmáli því salan hafi verið hagstæð fyrir SÍF. Samkvæmt fundargerð SÍF frá 19. október bað Ólafur þá Jón Kristjánsson og Guðmund Hjaltason, sem þá voru stjórnarmenn í Sjóvík, að yfirgefa fundinn við afgreiðslu málsins. Sjálfur kynnti hann hugmyndina um sölu á Iceland Seafood til Sjóvíkur. Það var samþykkt en í framhaldinu óskaði Ólafur eftir því að taka ekki þátt í lokafrágangi samningsins þar sem hann tengdist Sund fjárhagslega. Fjárfestingafélagið Sund, sem var stærsti eigandinn í Sjóvík, var þá meðal annars stór hluthafi í Keri ásamt Ólafi. Ekkert var minnst á tengsl hans við Sjóvík í fundargerð og stjórnarmenn hafa staðfest að hafa ekki vitað af þessum tengslum Ólafs. Ólafur átti hlut í Sjóvík í gegnum félagið Serafin Shipping. Hann hefur ekki viljað svara spurningum um þessi eignatengsl sín. Samstarfsmaður Ólafs, sem þekkir vel til málsins, hefur ítrekað við blaðamann að Serafin Shipping hefði ekki verið í eigu Ólafs. Markaðurinn hefur hins vegar undir höndum gögn sem sýna að Ólafur var "beneficial owner" eða undirliggjandi eigandi Serafin Shipping og félagið skráð á bresku Jómfrúreyjunum. Við sameiningu SH og Sjóvíkur á þessu ári eignaðist Serafin Shipping yfir sex prósent í sameinuðu félagi. Þrátt fyrir að rjúfa fimm prósent eignarmúrinn bárust Kauphöllinni ekki lögbundnar upplýsingar. Í staðinn var hlutnum skipt strax á milli tveggja félaga, Fordace Limited og Deeks Associates. Fjármálaeftirlitið er nú með það mál til skoðunar. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þegar stjórn SÍF ákvað að selja Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum til Sjóvíkur í október á síðasta ári voru stjórnarmenn ekki upplýstir af stjórnarformanninum, Ólafi Ólafssyni, um að hann væri stór hluthafi í Sjóvík. Stjórnarmaður segir það ekki hafa skipt höfuðmáli því salan hafi verið hagstæð fyrir SÍF. Samkvæmt fundargerð SÍF frá 19. október bað Ólafur þá Jón Kristjánsson og Guðmund Hjaltason, sem þá voru stjórnarmenn í Sjóvík, að yfirgefa fundinn við afgreiðslu málsins. Sjálfur kynnti hann hugmyndina um sölu á Iceland Seafood til Sjóvíkur. Það var samþykkt en í framhaldinu óskaði Ólafur eftir því að taka ekki þátt í lokafrágangi samningsins þar sem hann tengdist Sund fjárhagslega. Fjárfestingafélagið Sund, sem var stærsti eigandinn í Sjóvík, var þá meðal annars stór hluthafi í Keri ásamt Ólafi. Ekkert var minnst á tengsl hans við Sjóvík í fundargerð og stjórnarmenn hafa staðfest að hafa ekki vitað af þessum tengslum Ólafs. Ólafur átti hlut í Sjóvík í gegnum félagið Serafin Shipping. Hann hefur ekki viljað svara spurningum um þessi eignatengsl sín. Samstarfsmaður Ólafs, sem þekkir vel til málsins, hefur ítrekað við blaðamann að Serafin Shipping hefði ekki verið í eigu Ólafs. Markaðurinn hefur hins vegar undir höndum gögn sem sýna að Ólafur var "beneficial owner" eða undirliggjandi eigandi Serafin Shipping og félagið skráð á bresku Jómfrúreyjunum. Við sameiningu SH og Sjóvíkur á þessu ári eignaðist Serafin Shipping yfir sex prósent í sameinuðu félagi. Þrátt fyrir að rjúfa fimm prósent eignarmúrinn bárust Kauphöllinni ekki lögbundnar upplýsingar. Í staðinn var hlutnum skipt strax á milli tveggja félaga, Fordace Limited og Deeks Associates. Fjármálaeftirlitið er nú með það mál til skoðunar.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent