Sport

"Ætlum okkur þriðja sætið"

Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur ætlar sér sigur í kvöld í leik þeirra gegn ÍBV sem fer á Keflavíkurvelli klukkan 19:15. "Takmarkið okkar er að vera í baráttunni um þriðja sætið og sigur í kvöld kæmi okkur þangað" sagði Kristján í samtali við Vísi.is.  Leikurinn verður í beinni útsendingu hér á BOLTAVAKT Vísis. Keflavíkurliðið hefur komið mörgum á óvart í sumar en liðið missti mjög góða leikmenn fyrir tímabilið, m.a. þá Þórarinn Kristjánsson, Stefán Gíslason og Harld Frey Guðmundsson sem allir héldu út í atvinnumennsku. Og þá sagði Guðjón Þórðarson af störfum sem þjálfari liðsins þegar aðeins voru þrír dagar í fyrsta leik. Keflvíkingar hafa einungis unnið einn heimaleik á árinu og var það gegn KR strax í 3.umferð. "Ég kann enga skýringu á því hvers vegna við höfum fengið fleiri stig á útivelli en heima. En reyndar höfum við nánast eingöngu spila við toppliðin á okkar heimavelli," sagði Kristján. Suðurnesjamenn gerðu góða ferð til Lúxemborg í Evrópukeppni félagsliða og sigruðu 4-0 í leik þar sem Hörður Sveinsson gerði öll mörk Keflvíkinga. Keflvíkingar eru með alla sína leikmenn heila að Stefáni Erni Arnarsyni markaskorara, undanskyldnum en hann er meiddur og verður hvíldur í kvöld. Eyjaliðið hefur enn ekki fengið stig á útivelli og aðeins gert eitt mark, en hins vegar sterkir á heimavelli og hafa hlotið öll sín níu stig þar. Guðlaugur Baldursson, þjálfari ÍBV, á erfitt verk fyrir höndum og takist honum að halda Vestmannaeyjingum í efstu deild verður að teljast mikið afrek hjá þessum unga þjálfara. Eyjamenn gerðu jafntefli við B36 frá Færeyjum í fyrri leik liðanna sem fram fór í Vestmannaeyju á fimmtudaginn s.l. Pétur Óskar Sigurðsson, sem er lánsmaður frá Íslandsmeisturum FH gerði þá sitt annað mark fyrir félagið. Fyrri leikur Keflavíkur og ÍBV fór 3-2 fyrir Keflaví úti í Eyjum í leik sem reyndist dýrkeyptur fyrir Keflvíkinga því þeir misstu einn sinn besta mann, Ingva Rafn Guðmundsson úr leik í allt sumar eftir hrikalega tæklingu frá Páli Hjarðar miðverði ÍBV.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×