Sport

Orðspor Eysteins gleymist ekki

Skíðasamband Íslands fékk veglega gjöf í heimsókn Eysteins Þórðarsonar og eiginkonu hans, Pamela Thordarson, til landsins en þau eru búsett í Bandaríkjunum. Pamela hefur ákveðið að stuðla að því að orðspor Eysteins í skíðabrekkunum gleymast ekki með því að gefa Skíðasambandi Íslands farandbikar ásamt veglegri peningagjöf til handa þeim skíðamanni sem hlýtur Eysteinsbikarinn, en hann verður afhentur árlega í lok skíðavertíðar. Eystein Þórðarson er fæddur á Ólafsfirði árið 1934. 18 ára gamall, eða árið 1952 flytur hann til Reykjavíkur og hefur keppni fyrir hönd skíðadeildar ÍR. Eysteinn varð margfaldur íslandsmeistari í alpagreinum og m.a. varð Eysteinn 5-faldur íslandsmeistari á Ísafirði árið 1956 þegar hann vann allar greinar alpagreina og einnig varð hann íslandsmeistari í stökki. Þetta hefur ekki verið leikið eftir, hvorki fyrr né síðar. Eysteinn keppti fyrir hönd Íslands á tvennum Ólympíuleikum. Það voru árin 1956 í Cortina og 1960 í Squaw Valley í Bandaríkjunum. Í Squaw Valley náði Eysteinn besta árangri sem íslendingur hefur náð á vetrarólympíuleikum er hann varð í 12. sæti samanlegt í þremur greinum, þ.e. svig, stórsvi og bruni. Þá náði hann næstbesta árangri í einstakri grein en Eysteinn varð 17. í svigi. Þessi veglega gjöf er Skíðahreyfingunni mikil hvating og sérstaklega er þetta hvatning til skíðamannanna sem keppa nú árlega um þann heiður að fá afhentan Eysteinsbikarinn og $1.000 peningaverðlaun. Skíðasamband Íslands mun á næstu vikum setja saman þær reglur sem munu gilda fyrir Eysteinsbikarinn og vonar að hann muni efla enn frekar og styrkja skíðamenn okkar til afreka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×