Gerðardómur er sanngjörn leið 8. nóvember 2004 00:01 Í kvöld verður ljóst hvort grunnskólakennarar fallast á eða hafna miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu þeirra við sveitarfélögin. Ef eitthvað er að marka umtal meðal kennara nær tillagan ekki fram að ganga. Athyglisvert er að meðal þeirra atriða í tillögunni sem vakið hafa óánægju eru mál sem samninganefnd Kennarasambandsins lagði áherslu á í viðræðunum við fulltrúa sveitarfélaganna. Ber þetta vott um einkennilegt sambandsleysi milli hins almenna kennara og forystusveitarinnar. Verði samningarnir felldir á verkfallið að hefjast að nýju strax á morgun, þriðjudag. Eftir sjö vikna vinnustöðvun og síðan einnar viku kennslu er þetta algjörlega óviðunandi framvinda. Kemur ekki á óvart að þolinmæði foreldra skólabarna og alls almennings er þrotin. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins nú um helgina kvað mikill meirihluti þátttakenda til greina koma að setja lög til að binda enda á verkfallið ef miðlunartillagan yrði felld. Fróðlegt er að sjá hve afstaða kvenna í málinu er afdráttarlaus. Rúmlega 65% þeirra telja koma til greina að setja lög á verkfallið. Kannski sýnir þetta að konur skynja í ríkari mæli en karlar ábyrgðina á uppeldi og menntun barna. Hvað lagasetningu áhrærir er unnt að fara ýmsar leiðir. Ein er að lögfesta miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Það er umdeilanleg aðferð sem hætt er við að ófriður verði um. Á þessum vettvangi hefur áður verið hvatt til þess að gerðardómi verði falið að útkljá deiluna. Það er sanngjörn leið sem er hlutlaus gagnvart báðum aðilum, sveitarfélögunum og Kennarasambandinu. Lög um slíkan gerðardóm ætti að vera unnt að afgreiða á skömmum tíma á Alþingi þannig að kennsluhléið vegna endurnýjaðs verkfalls yrði ekki nema einn eða tveir dagar. Best væri að Kennarasambandið og sveitarfélögin lýstu opinberlega yfir stuðningi við hugmyndina. Frjáls gerðardómur væri enn betri leið en hætt er við að tafsamt verði að koma honum á vegna þess stirðleika sem einkennir samband oddamanna deilenda. Úrskurður gerðardóms ætti ekki að gilda nema til skamms tíma. Æskilegast er að frjálsir samningar takist um kaup og kjör kennara eins og annarra stétta. Og til lengri tíma litið er mikilvægt að kennarastéttin sé sátt við kjör sín og þau taki mið af menntun hennar og mikilvægi starfsins. Óskandi væri að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar meðal kennara leiddi í ljós að þessar vangaveltur hafi verið ótímabærar. En því miður eru komnar fram svo sterkar vísbendingar um neikvæð viðbrögð við miðlunartillögunni að óhjákvæmilegt er að hafa svör við því á reiðum höndum hvað gera eigi verði hún felld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Í kvöld verður ljóst hvort grunnskólakennarar fallast á eða hafna miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu þeirra við sveitarfélögin. Ef eitthvað er að marka umtal meðal kennara nær tillagan ekki fram að ganga. Athyglisvert er að meðal þeirra atriða í tillögunni sem vakið hafa óánægju eru mál sem samninganefnd Kennarasambandsins lagði áherslu á í viðræðunum við fulltrúa sveitarfélaganna. Ber þetta vott um einkennilegt sambandsleysi milli hins almenna kennara og forystusveitarinnar. Verði samningarnir felldir á verkfallið að hefjast að nýju strax á morgun, þriðjudag. Eftir sjö vikna vinnustöðvun og síðan einnar viku kennslu er þetta algjörlega óviðunandi framvinda. Kemur ekki á óvart að þolinmæði foreldra skólabarna og alls almennings er þrotin. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins nú um helgina kvað mikill meirihluti þátttakenda til greina koma að setja lög til að binda enda á verkfallið ef miðlunartillagan yrði felld. Fróðlegt er að sjá hve afstaða kvenna í málinu er afdráttarlaus. Rúmlega 65% þeirra telja koma til greina að setja lög á verkfallið. Kannski sýnir þetta að konur skynja í ríkari mæli en karlar ábyrgðina á uppeldi og menntun barna. Hvað lagasetningu áhrærir er unnt að fara ýmsar leiðir. Ein er að lögfesta miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Það er umdeilanleg aðferð sem hætt er við að ófriður verði um. Á þessum vettvangi hefur áður verið hvatt til þess að gerðardómi verði falið að útkljá deiluna. Það er sanngjörn leið sem er hlutlaus gagnvart báðum aðilum, sveitarfélögunum og Kennarasambandinu. Lög um slíkan gerðardóm ætti að vera unnt að afgreiða á skömmum tíma á Alþingi þannig að kennsluhléið vegna endurnýjaðs verkfalls yrði ekki nema einn eða tveir dagar. Best væri að Kennarasambandið og sveitarfélögin lýstu opinberlega yfir stuðningi við hugmyndina. Frjáls gerðardómur væri enn betri leið en hætt er við að tafsamt verði að koma honum á vegna þess stirðleika sem einkennir samband oddamanna deilenda. Úrskurður gerðardóms ætti ekki að gilda nema til skamms tíma. Æskilegast er að frjálsir samningar takist um kaup og kjör kennara eins og annarra stétta. Og til lengri tíma litið er mikilvægt að kennarastéttin sé sátt við kjör sín og þau taki mið af menntun hennar og mikilvægi starfsins. Óskandi væri að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar meðal kennara leiddi í ljós að þessar vangaveltur hafi verið ótímabærar. En því miður eru komnar fram svo sterkar vísbendingar um neikvæð viðbrögð við miðlunartillögunni að óhjákvæmilegt er að hafa svör við því á reiðum höndum hvað gera eigi verði hún felld.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun