Erlent

Vann með yfirburðum

Þrír af hverjum fimm kjósendum í fyrstu beinu forsetakosningunum í Indónesíu greiddu Susilo Bamband Yudhoyono, fyrrum hershöfðingja, atkvæði sitt. Hann vann því öruggan sigur á andstæðingi sínum, forsetanum Megawati Skarnoputri, í seinni umferð kosninganna. Eftir á að koma í ljós hversu vel Yudhoyono tekst upp við landsstjórnina. Flokkur hans ræður einungis tíu prósentum þingsæta á indónesíska þinginu og hafa sumir stjórnmálaskýrendur spáð því að þingið komi til með að stöðva lagasetningu sem forsetinn vill ná í gegn.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×