Erlent

Gíslataka í fangelsi í Svíþjóð

Mikið uppnám varð í fangelsi í Norrtelja í Svíþjóð í nótt þegar fangi þar tók samfanga sinn sem gísl. Báðir eru mennirnir dæmdir morðingjar. Gíslatökumaðurinn hótaði að drepa gíslinn yrði honum ekki sleppt úr fangelsinu. Lögreglan í Stokkhólmi var með mikinn viðbúnað við fangelsið og neitaði með öllu að verða við kröfum fangans. Eftir nokkrar samningaviðræður gafst svo gíslatökumaðurinn upp í kringum klukkan sjö í morgun að sænskum tíma.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×