Ég er algjört jólabarn 1. desember 2004 00:01 Marta segir árvissan viðburð hjá henni að taka jólaskraut-kassann niður fyrstu vikuna í nóvember þótt hún skreyti vanalega ekki fyrr en í byrjun desember eða fyrsta sunnudaginn í aðventu eins og í ár. "Ég tek kassann til að kíkja í hann og minna mig á skrautið en svo held ég að mér höndum þar til 1. des," segir Marta sem er heldur betur komin í jólaskap og löngu búin að taka fram jólageisladiskana sína. "Ég er svo mikið jólabarn og það eru meira að segja ákveðnir diskar sem ég þori varla að setja á fóninn því ég klökkna hreinlega. Mín fjölskylda er alin upp við að dansa í kringum jólatréið áður en pakkarnir eru opnaðir og ég veit ekki hverjir hafa meira gaman af því, börnin eða við fullorðna fólkið. Að mínu mati eru jólin dásamlegur tími, ljósin eru svo dásamlegt og það munar svo miklu við þau í skammdeginu. Allt verður svo huggulegt og þjóðin fyllist umburðarlyndi. Kannski er það bara eitthvað í mér, eins "jóla-sentimental" og ég er," segir Marta brosandi og viðurkennir að hún kvíði oft fyrir því þegar jólunum ljúki og hún verði að taka niður skrautið. "En þá bíður maður bara eftir vorinu." Lestu ítarlegt viðtal við Mörtu í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Jól Menning Tilveran Mest lesið Jólalag dagsins: Gleði og friðarjól með Pálma Gunnars Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 9. desember Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 1. desember Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu: 22. desember Jól Gulli Briem: Mömmur þurfa líka að fá að hvíla sig á jólunum Jólin Jólalag dagsins: Hafdís Huld flytur lagið Jólahjól Jól Jólalag dagsins: Baggalútur syngur Annar í jólum Jól Jólin í Kattholti Jól Jólalag dagsins: Raggi Bjarna syngur Er líða fer að jólum með Togga Tempó á píanóinu Jól Flatkökur Jólin
Marta segir árvissan viðburð hjá henni að taka jólaskraut-kassann niður fyrstu vikuna í nóvember þótt hún skreyti vanalega ekki fyrr en í byrjun desember eða fyrsta sunnudaginn í aðventu eins og í ár. "Ég tek kassann til að kíkja í hann og minna mig á skrautið en svo held ég að mér höndum þar til 1. des," segir Marta sem er heldur betur komin í jólaskap og löngu búin að taka fram jólageisladiskana sína. "Ég er svo mikið jólabarn og það eru meira að segja ákveðnir diskar sem ég þori varla að setja á fóninn því ég klökkna hreinlega. Mín fjölskylda er alin upp við að dansa í kringum jólatréið áður en pakkarnir eru opnaðir og ég veit ekki hverjir hafa meira gaman af því, börnin eða við fullorðna fólkið. Að mínu mati eru jólin dásamlegur tími, ljósin eru svo dásamlegt og það munar svo miklu við þau í skammdeginu. Allt verður svo huggulegt og þjóðin fyllist umburðarlyndi. Kannski er það bara eitthvað í mér, eins "jóla-sentimental" og ég er," segir Marta brosandi og viðurkennir að hún kvíði oft fyrir því þegar jólunum ljúki og hún verði að taka niður skrautið. "En þá bíður maður bara eftir vorinu." Lestu ítarlegt viðtal við Mörtu í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.
Jól Menning Tilveran Mest lesið Jólalag dagsins: Gleði og friðarjól með Pálma Gunnars Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 9. desember Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 1. desember Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu: 22. desember Jól Gulli Briem: Mömmur þurfa líka að fá að hvíla sig á jólunum Jólin Jólalag dagsins: Hafdís Huld flytur lagið Jólahjól Jól Jólalag dagsins: Baggalútur syngur Annar í jólum Jól Jólin í Kattholti Jól Jólalag dagsins: Raggi Bjarna syngur Er líða fer að jólum með Togga Tempó á píanóinu Jól Flatkökur Jólin