Falið vald í Silfrinu 3. desember 2004 00:01 Jóhannes Björn, höfundur bókanna Falið vald og Falið vald eiturlyfjakolkrabbans, verður gestur í Silfri Egils á sunnudag. Bókin Falið vald vakti geysilega athygli þegar hún kom út rétt fyrir 1980, heil kynslóð reif hana í sig og hún hafði mikil áhrif á pólitíska vitund margra. Jóhannes Björn er maður sem er vanur að horfa á stóru línurnar í pólitíkinni og í þættinum verður meðal annars rætt við hann um hnattvæðingu viðskiptalífsins, stöðu hagkerfisins í Bandaríkjunum, olíumarkaðinn, lyfjarisa og fall dollarans. Þátturinn er ekki fullmannaður enn, en meðal annarra gesta sem eru komnir á blað eru Agnes Bragadóttir blaðamaður, Guðmundur Ólafsson hagfræðingur og Sigurður G. Tómasson útvarpsmaður. Silfur Egils er í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 12 á sunnudögum. Þátturinn er í opinni dagskrá. Hann er svo endurtekinn stuttu fyrir miðnætti um kvöldið, en einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun
Jóhannes Björn, höfundur bókanna Falið vald og Falið vald eiturlyfjakolkrabbans, verður gestur í Silfri Egils á sunnudag. Bókin Falið vald vakti geysilega athygli þegar hún kom út rétt fyrir 1980, heil kynslóð reif hana í sig og hún hafði mikil áhrif á pólitíska vitund margra. Jóhannes Björn er maður sem er vanur að horfa á stóru línurnar í pólitíkinni og í þættinum verður meðal annars rætt við hann um hnattvæðingu viðskiptalífsins, stöðu hagkerfisins í Bandaríkjunum, olíumarkaðinn, lyfjarisa og fall dollarans. Þátturinn er ekki fullmannaður enn, en meðal annarra gesta sem eru komnir á blað eru Agnes Bragadóttir blaðamaður, Guðmundur Ólafsson hagfræðingur og Sigurður G. Tómasson útvarpsmaður. Silfur Egils er í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 12 á sunnudögum. Þátturinn er í opinni dagskrá. Hann er svo endurtekinn stuttu fyrir miðnætti um kvöldið, en einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun