Kvikmyndatónlist tilverunnar 22. júní 2004 00:01 Þórarinn Þórarinsson er byrjaður að nota tónlist til að kortleggja andlegt ástand sitt Eftir að ég hætti að eiga bíl hef ég farið allra minna ferða fótgangandi eða í strætó, sem er hið besta mál. Einn af mínum skárri kunningjum benti mér svo á það um daginn að ferðageislaspilari væri ómissandi öllum þeim sem ætla að fara gangandi í gegnum lífið. Það er víst svo gott að tapa sér í tónlistinni og hugsa í friði fyrir umhverfishljóðum og háværu áreiti hins daglega lífs. Ég kýldi á þetta en get ekki beinlínis sagt að ég hafi eignast athvarf frá umhverfinu með því að setja á mig heyrnartólin en ég stíg þó inn í nýjan heim í hvert skipti sem ég ýti á "play". Tónlistina vel ég auðvitað út frá andlegri líðan og þegar Morrison byrjaði að kyrja "Strange days have found us/And through their strange hours/We linger alone/Bodies confused/Memories misused/As we run from the day/To a strange night of stone" breytist ég í leikstjóra og aðalpersónu minnar eigin bíómyndar. Allt sem fyrir augu ber lýtur lögmálum frásagnarinnar sem stjórnast af tónlistinni. Vegfarendur verða handbendi hins alvitra sögumanns sem ferðast úr einu hugarfylgsni til annars og gerir fólki upp meiningar og langanir: "People are strange when you're a stranger/Faces look ugly when you're alone/Women seem wicked when you're unwanted/Streets are uneven when you're down." Það er auðvitað alltaf hægt að finna einhver lög sem fara vel við hvert einasta myndskeið í lífinu. Tónlistarvalið getur gefið mikilvægar vísbendingar um andlegt ástand þess sem velur og þegar The Doors drottna yfir lagalistanum veit maður að það er kominn tími til að skipta um takt og reyna aftur, hvort sem leiðin liggur yfir Esjuna eða til tunglsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Þórarinn Þórarinsson er byrjaður að nota tónlist til að kortleggja andlegt ástand sitt Eftir að ég hætti að eiga bíl hef ég farið allra minna ferða fótgangandi eða í strætó, sem er hið besta mál. Einn af mínum skárri kunningjum benti mér svo á það um daginn að ferðageislaspilari væri ómissandi öllum þeim sem ætla að fara gangandi í gegnum lífið. Það er víst svo gott að tapa sér í tónlistinni og hugsa í friði fyrir umhverfishljóðum og háværu áreiti hins daglega lífs. Ég kýldi á þetta en get ekki beinlínis sagt að ég hafi eignast athvarf frá umhverfinu með því að setja á mig heyrnartólin en ég stíg þó inn í nýjan heim í hvert skipti sem ég ýti á "play". Tónlistina vel ég auðvitað út frá andlegri líðan og þegar Morrison byrjaði að kyrja "Strange days have found us/And through their strange hours/We linger alone/Bodies confused/Memories misused/As we run from the day/To a strange night of stone" breytist ég í leikstjóra og aðalpersónu minnar eigin bíómyndar. Allt sem fyrir augu ber lýtur lögmálum frásagnarinnar sem stjórnast af tónlistinni. Vegfarendur verða handbendi hins alvitra sögumanns sem ferðast úr einu hugarfylgsni til annars og gerir fólki upp meiningar og langanir: "People are strange when you're a stranger/Faces look ugly when you're alone/Women seem wicked when you're unwanted/Streets are uneven when you're down." Það er auðvitað alltaf hægt að finna einhver lög sem fara vel við hvert einasta myndskeið í lífinu. Tónlistarvalið getur gefið mikilvægar vísbendingar um andlegt ástand þess sem velur og þegar The Doors drottna yfir lagalistanum veit maður að það er kominn tími til að skipta um takt og reyna aftur, hvort sem leiðin liggur yfir Esjuna eða til tunglsins.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun