Hver þarf tungu þegar vélar tala? 14. júní 2004 00:01 Freyr Bjarnason veltir fyrir sér framtíðarhorfum mannkyns Stór hluti vinnandi fólks situr fyrir framan tölvuna sína allan daginn og pikkar eitthvað inn, átta tíma á dag, fimm daga vikunnar. Stærstur hluti þessa fólks sendir tölvupóst og SMS mörgum sinnum á dag. Þegar heim er komið kveikir meirihlutinn á sjónvarpinu og slappar af í sófanum eftir erfiðan vinnudag. Síðan leggjast menn í rúmið örþreyttir og sofna án þess að hafa sagt nokkuð að ráði um kvöldið og jafnvel allan daginn. Í vinnunni fyrir skömmu fékk ég tölvupóst frá kollega mínum utan úr bæ og sendi hann áfram á vinnufélaga minn sem situr rétt hjá mér. Hann sendi mér svarpóst til baka og ég hélt síðan áfram að pikka. Ég skoðaði svarið, fór svo og fékk mér kaffi. Á leiðinni til baka horfði ég í augu vinnufélagans en hann horfði ekki til baka heldur hélt áfram að stara á skjáinn eins og við hefðum aldrei átt þessi samskipti nokkrum mínútum áður. Kinkaði ekki einu sinni kolli. Við þetta rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds og ég fór að hugsa: Er ekki miklu auðveldara en maður heldur að ganga í gegnum heilan dag og jafnvel heilu vikurnar án þess að þurfa að segja nokkurn skapaðan hlut? Láta bara vélarnar tala fyrir sig? Lífverur þróast í takt við umhverfi sitt. Ímyndið ykkur ef við færum smám saman að taka á okkur nýja mynd og tungur og eyru yrðu óþarfa hlutir hjá mannfólki framtíðarinnar. Þegar svo víða er hægt að hafa samskipti án þess að horfast í augu og opna á sér munninn er aldrei að vita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun
Freyr Bjarnason veltir fyrir sér framtíðarhorfum mannkyns Stór hluti vinnandi fólks situr fyrir framan tölvuna sína allan daginn og pikkar eitthvað inn, átta tíma á dag, fimm daga vikunnar. Stærstur hluti þessa fólks sendir tölvupóst og SMS mörgum sinnum á dag. Þegar heim er komið kveikir meirihlutinn á sjónvarpinu og slappar af í sófanum eftir erfiðan vinnudag. Síðan leggjast menn í rúmið örþreyttir og sofna án þess að hafa sagt nokkuð að ráði um kvöldið og jafnvel allan daginn. Í vinnunni fyrir skömmu fékk ég tölvupóst frá kollega mínum utan úr bæ og sendi hann áfram á vinnufélaga minn sem situr rétt hjá mér. Hann sendi mér svarpóst til baka og ég hélt síðan áfram að pikka. Ég skoðaði svarið, fór svo og fékk mér kaffi. Á leiðinni til baka horfði ég í augu vinnufélagans en hann horfði ekki til baka heldur hélt áfram að stara á skjáinn eins og við hefðum aldrei átt þessi samskipti nokkrum mínútum áður. Kinkaði ekki einu sinni kolli. Við þetta rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds og ég fór að hugsa: Er ekki miklu auðveldara en maður heldur að ganga í gegnum heilan dag og jafnvel heilu vikurnar án þess að þurfa að segja nokkurn skapaðan hlut? Láta bara vélarnar tala fyrir sig? Lífverur þróast í takt við umhverfi sitt. Ímyndið ykkur ef við færum smám saman að taka á okkur nýja mynd og tungur og eyru yrðu óþarfa hlutir hjá mannfólki framtíðarinnar. Þegar svo víða er hægt að hafa samskipti án þess að horfast í augu og opna á sér munninn er aldrei að vita.