Neytendur

Fréttamynd

„Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“

Wolt harmar atvik þar sem sendill á sínum vegum virðist hafa fengið sér bita af mat viðskiptavinar. Slík hegðun gæti leitt til þess að sendill missi vinnuna. Umræddur sendill hafi reyndar ekki verið látinn fara enda hafi fyrirtækinu aldrei borist formleg kvörtun vegna málsins.

Neytendur

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka

Eigendur Parka-appsins þurfa að lækka greiðslukröfu karlmanns sem greiddi fyrir rangt stæði um 3.500 krónur eða sem nemur vangreiðslugjaldi fyrirtækisins. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa þótti Parka ekki upplýsa með skýrum og áberandi hætti um innheimtu vangreiðslugjalds og fjárhæð þess.

Neytendur
Fréttamynd

Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brott­för og fær endur­greitt

Ferðamaður sem bókaði pakkaferð á fjarlægar slóðir með íslenskri ferðaskrifstofu fær ferðina endurgreidda þótt hann hafi ekki óskað eftir afbókun fyrr en þremur dögum fyrir brottför. Verulegar breytingar sem ferðaskrifstofan gerði á hinni bókuðu ferð veittu ferðamanninum rétt til þess að mati kærunefndar vöru- og þjónustukaupa.

Neytendur
Fréttamynd

Ný verslun nærri þúsund fer­metrum stærri en sú gamla

Krónan opnar nýja matvöruverslun í dag, laugardag, í nýju verslunarhúsnæði við Fitjabraut 5 í Reykjanesbæ. Hin nýja verslun tekur við af minni verslun Krónunnar Fitjum sem lokaði fyrr í vikunni eftir að hafa þjónustað íbúa Suðurnesja í tíu ár. Í tilkynningu frá Krónunni kemur fram að rýmið er rúmir 2.400 fermetrar að stærð og er á meðal stærstu verslunum Krónunnar, auk þess sem hún er ein stærsta matvöruverslun á Suðurnesjum.

Neytendur
Fréttamynd

Verð­munur getur verið allt að 28 prósent

Verslunin Prís í Kópavogi hefur verið ódýrust í samanburði verðlagseftirlits ASÍ frá opnunardegi verslunarinnar í ágúst í fyrra og verið vel undir verði annarra verslana allan þann tíma. Sem stendur er Prís um 6% ódýrara en Bónus og Krónan að meðaltali og 10% ódýrara en Nettó. Sælgæti frá Nóa Siríus heldur áfram að hækka í verði og áhugavert er að sjá lækkun á vöruverði hjá Krónunni við komu Prís á markaðinn.

Neytendur
Fréttamynd

Ís­lendingar aldrei verið ferðaglaðari

Vöruskiptahalli hefur aldrei verið meiri á Íslandi sem skýrist þó aðallega af stórauknum vöruinnflutningi, einkum á tölvubúnaði í tengslum við uppbyggingu gagnavera. Á sama tíma hafa Íslendingar aldrei ferðast eins mikið til útlanda og í ár.

Neytendur
Fréttamynd

Súpan með pappírnum innkölluð

Icelandic Food Company ehf. hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum mexíkóska kjúklingasúpu sem Krónan selur undir sínu vörumerki. Neytandi vakti athygli á því í gær að klósettpappír hefði fundist í pakka með súpunni.

Neytendur
Fréttamynd

Kúgaðist og missti matar­lystina við að finna pappír í súpunni

Margréti Sigríði Jóhannsdóttur var verulega brugðið í gær þegar hún eldaði mexíkóska kjúklingasúpu frá Krónunni og fann í henni eitthvað sem virtist vera eldhús- eða klósettpappír. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir málið miður og að lotunúmer súpunnar hafi verið innkallað. Um sé að ræða mannleg mistök við pökkun.

Neytendur
Fréttamynd

Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættu­legt leik­svæði og hús­næðið „veru­lega vanþrifið“

Mygluvöxtur í kælinum, slitið og jafnvel hættulegt leiksvæði, óhrein snyrting og vanþrifið eldhús var meðal þess sem blasti við fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þegar hann fór í eftirlit á skyndibitastaðinn Metro í Skeifunni í júlí. Forsvarsmenn Metro segjast hafa brugðist við flestum athugasemdunum eftirlitsins.

Neytendur
Fréttamynd

Gagn­rýna seina­gang olíu­fé­laganna og ýja að sam­ráði

ASÍ gagnrýnir harðlega seinagang íslensku olíufélaganna þegar kemur að söluverði á bensíni og ýjar að samráði. Verð félaganna breytist iðullega á sama tíma og þá jafn mikið. Hagfellt samspil heimsmarkaðsverðs olíu og gengis íslensku krónunnar hafi lítil áhrif á verð á bensíni.

Neytendur
Fréttamynd

Grunur um listeríu í vin­sælum ostum

Aðföng, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum ostana Duc de Loire og Royal Faucon Camembert. Grunur er um að ostarnir séu mengaðir af bakteríunni Listeria monocytogenes.

Neytendur
Fréttamynd

Slugsagjöldin „neyðar­úr­ræði“ og „ekki til að græða“

Stjórnendur N1 Hringbraut og Borgartúni hafa komið upp gjaldskyldu fyrir þá sem leggja við stöðina lengur en 45 mínútur. Kona sem var rukkuð um upp á 5.750 krónur í vangreiðlsugjald eftir að hafa stoppað og fengið sér að borða við Hringbraut gagnrýnir fyrirkomulag gjaldtökunnar. Rekstrarstjóri N1 segir gjaldskylduna neyðarúrræði og gjaldtökuna ekki til þess að græða. 

Neytendur
Fréttamynd

Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum

Borið hefur á því að gestir Bláa lónsins séu rukkaðir hærra en eðlilegt verð af leigubílstjórum að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Lónið hefur því látið reisa upplýsingaskilti á bílastæðinu til að auka gagnsæi við gjaldtöku.

Neytendur