Körfubolti

Jakob og Hlynur báðir í úrvalsliði NM 2011

Íslenska landsliðið átti tvo leikmenn í úrvalsliði Norðurlandamótsins í körfubolta sem lauk í Sundsvall í kvöld eða jafnmarga og Norðurlandameistarar Finna. Íslenska liðið tryggði sér bronsverðlaun með sigri á Norðmönnum í dag.

Körfubolti

Bronsið á NM í höfn eftir 19 stiga sigur á Norðmönnum

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tryggði sér bronsið á Norðurlandamótinu í Sundsvall með því að vinna 19 stiga sigur á Norðmönnum, 80-61, í lokaleik sínum í dag. Íslenska liðið endaði því mótið á tveimur sigurleikjum eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum sínum á móti Finnum og Svíum.

Körfubolti

Logi yfir þúsund stiga múrinn

Logi Gunnarsson er nú kominn í fámennan en góðan hóp þeirra sem hafa skorað þúsund stig fyrir landslið. Hann fór á kostum gegn Dönum og náði tímamótunum í fyrsta sigri liðsins undir stjórn Peters Öqvist. Logi fagnar nýju hlutverki í landsliðinu og stefnir

Körfubolti

Einar Árni lauk prófi hjá FIBA Europe

Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur og unglingalandsliðs Íslands í körfuknattleik karla, lauk um síðustu helgi þjálfaraverkefni á vegum evrópska körfuknattleikssambandsins, FIBA Europe.

Körfubolti

Hlynur Bæringsson: Það var gott að fá einn sigur

Íslenska körfuboltalandsliðið steig skref í átt að því að tryggja sér bronsið á Norðurlandamótinu í Sundsvall með því að vinna níu stiga sigur á Dönum, 85-76, í gærkvöldi. Íslenska liðið hafði frumkvæðið nær allan leikinn en sigurinn var þó ekki í höfn fyrr en í blálokin. Þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins undir stjórn sænska þjálfarans Peters Öqvist.

Körfubolti

Sundsvall-strákarnir í sérflokki í stigaskorun

Sundvall-mennirnir í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta eru langstigahæstir eftir tvo fyrstu leiki liðsins á Norðurlandamótinu í Sundsvall. Íslenska liðið hefur tapað fyrir Svíum og Finnum í fyrstu tveimur leikjum sínum en mætir Dönum í kvöld.

Körfubolti

Jón Arnór spilar ekki meira á NM í Svíþjóð

Jón Arnór Stefánsson getur ekki spilað meira með íslenska körfuboltalandsliðinu á Norðurlandamótinu í Sundsvall í Svíþjóð vegna axlarmeiðslanna sem hann varð fyrir eftir aðeins nokkrar mínútur í fyrsta leiknum á móti Svíþjóð.

Körfubolti

Stórt tap gegn Finnum á NM

Íslenska landsliðið í körfuknattleik tapaði stórt, 73-100, gegn Finnum á Norðurlandamótinu í dag. Ísland er því búið að tapa báðum leikjum sínum á mótinu en í gær tapaði íslenska liðið fyrir Svíum.

Körfubolti

Nowitzki verður með Þjóðverjum á EM

Dirk Nowitzki ætlar að spila með þýska landsliðinu á Evrópumótinu í sumar en Ólympíusæti eru undir á mótinu. "Fríið er búið að vera stutt hjá mér en ég vil hjálpa þessu unga þýska liði að komast á Ólympíuleikana," sagði Nowitzki sem vann NBA-meistaratitilinn með Dallas í ár.

Körfubolti

Fyrsti landsleikurinn undir stjórn Peter Öqvist í dag

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta spilar í dag sinn fyrsta leik á Norðurlandamótinu sem fer fram í Sundsvall í Svíþjóð. Þetta er jafnframt fyrsti leikur liðsins í tæp tvö ár og fyrsti landsleikurinn undir stjórn Svíans Peter Öqvist sem tók við liðinu í sumar.

Körfubolti

Frank að taka við Detroit Pistons

Samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar ætlar Detroit Pistons að bjóða Lawrence Frank þjálfarastöðu félagsins en þjálfarastaðan hefur verið laus í rúman mánuð eftir að John Kuester var rekinn.

Körfubolti

Kobe í viðræðum við Besiktas

Tyrkneska félagið Besiktas er í viðræðum við umboðsmenn Kobe Bryant en Bryant er opinn fyrir því að spila í Evrópu á meðan það er verkbann í NBA-deildinni.

Körfubolti

Shaq móðgar Chris Bosh í fyrsta sjónvarpsinnslaginu

Frumraun Shaquille O´Neal sem NBA-sérfræðings í sjónvarpi hefur vakið óskipta athygli. Í fyrsta þættinum talaði Shaq um stjörnurnar tvær hjá Miami en ekki stjörnurnar þrjár. Shaq setur Chris Bosh ekki í sama hóp og LeBron James og Dwayne Wade.

Körfubolti

Ming leggur skóna á hilluna

Stærsta íþróttastjarna Kínverja, Yao Ming, hefur tilkynnt að hann sé hættur í körfubolta. Þrálát meiðsli gerðu það að verkum að Ming neyðist til þess að leggja skóna á hilluna.

Körfubolti

Sumir eru bjartsýnir - NBA gefur út leikjadagskránna fyrir næsta tímabil

Forráðamenn NBA-deildarinnar gáfu í kvöld út leikjadagskrána fyrir tímabilið 2011-2012 þrátt fyrir að allt bendi til þess að verkfall komi í veg fyrir að leikirnir fari yfir höfuð fram. Það hefur lítið gengið í samningaviðræðum eigenda og leikmannasamtaka NBA-deildarinnar og það er því ólíklegt að fyrrnefnd leikjadagskrá muni halda í óbreyttri mynd.

Körfubolti

Tveir nýliðar í NM-hópi Peter Öqvist - allir helstu með

Peter Öqvist hefur tilkynnt þá tólf leikmenn sem munu taka þátt í Norðurlandamótinu í Sundsvall í Svíþjóð sem hefst um helgina. Jón Arnór Stefánsson er í liðinu ásamt öllum atvinnumönnum Íslands en Öqvist valdi líka tvo nýliða í hópinn, Grindvíkinginn Ólaf Ólafsson og hinn 19 ára gamla Hauk Helga Pálsson.

Körfubolti

Howard íhugar að fara til Kína

Leikmenn NBA-deildarinnar eru margir farnir að velta fyrir sér hvar þeir eigi að spila körfubolta í vetur en það er verkbann í NBA-deildinni. Eins og staðan er núna verður ekkert spilað í deildinni í vetur.

Körfubolti

Emil Þór: Berjumst um alla titla

"Ég er bara helvíti spenntur. Þetta verður hörkuvetur. Bara gaman,“ sagði nýjasti liðsmaður KR í körfunni Emil Þór Jóhannsson. Emil Þór var kynntur til leiks í KR-heimilinu eftir að hafa skrifað undir samning við félagið.

Körfubolti

Emil Þór farinn frá Snæfelli yfir í KR

Emil Þór Jóhannsson hefur ákveðið að ganga til liðs við Íslandsmeistara KR í körfuboltanum en hann skrifar undir við Vesturbæjarfélagið nú í hádeginu samkvæmt áræðanlegum heimildum Vísis. Emil er fyrsti íslenski leikmaðurinn sem gengur í raðir KR-inga sem hafa misst tvo lykilmenn frá því á síðasta tímabili.

Körfubolti

Dirk Nowitzki valinn íþróttamaður ársins af ESPN

NBA leikmaðurinn, Dirk Nowitzki , fékk í síðustu viku afhent virtu ESPY verðlaunin fyrir frammistöðu sína á tímabilinu með Dallas Mavericks, en Dallas varð NBA-meistari og Nowitzki var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins gegn Miami Heat.

Körfubolti