Handbolti

Hausverkur HSÍ: Ekki meir, Geir, eða áfram gakk?

Ekki liggur fyrir hvort Geir Sveinsson verður áfram þjálfari íslenska handboltalandsliðsins. Hann hefur stýrt Íslendingum á tveimur stórmótum. Árangurinn er ekki merkilegur og erfitt að sjá framfarir milli móta. Okkar efnilegasti leikmaður hefur fengið fá tækifæri.

Handbolti

Danir skelltu Spánverjum

Danmörk gerði sér lítið fyrir og vann þriggja marka sigur á Spánverjum, 25-22, í lokaleik D-riðils. Danir fara því með tvö stig áfram í milliriðil.

Handbolti

Guðjón: Þetta var óskiljanlegt

Einar Andri Einarsson og Guðjón Árnason lýstu áhyggjum sínum yfir íslenska landsliðinu í handbolta i kvöldfréttum Stöðvar 2, en Ísland féll úr leik á EM í Króatíu í gær.

Handbolti

Heimför eftir hræðilegan lokakafla

Íslenska handboltalandsliðið kastaði frá sér unnum leik gegn Serbíu í gær og er úr leik á EM í Króatíu. Íslendingar voru í góðri stöðu þegar skammt var eftir en spiluðu rassinn úr buxunum á ögurstundu.

Handbolti

Geir: Boltinn er hjá HSÍ

Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segist hafa áhuga á að halda áfram með landsliðið en samningur hans við HSÍ rennur út eftir EM.

Handbolti

Skýrsla Henrys: Sturtuðu EM ofan í klósettið

Strákarnir okkar eru á heimleið eftir hörmungarkvöld í Split. Okkar menn töpuðu fyrir Serbíu, 29-26. Þriggja marka tapið hefði komið Íslandi áfram ef Króatía hefði unnið Svíþjóð. Af því varð ekki því Svíarnir voru frábærir í kvöld og pökkuðu heimamönnum saman.

Handbolti

Geir: Vonlaust að reyna að verja forskot

Lansliðsþjálfari Íslands, Geir Sveinsson, var ekki sáttur með hvernig fór þegar Ísland tapaði gegn Serbíu í lokaleik sínum í riðlakeppni EM í handbolta eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik.

Handbolti

Björgvin Páll: Veit ekki hvernig manni á að líða

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður Íslands, segir að íslenska landsliðið geti sjálfum sér um kennt að þurfa bíða úrslita í leik Króatíu og Svía í kvöld. Ísland tapaði fyrir Serbum í dag í lokaleik riðils Íslands í Split.

Handbolti