Erlent Mannfall í loftárásum Ísraela á Gaza Að minnsta kosti níu Palestínumenn féllu og fjölmargir særðust í þremur flugskeytaárásum Ísraelshers á bílalestir á Gaza-ströndinni í dag. Talið er að háttsettur leiðtogi Hamas-samtakanna sé meðal þeirra sem særðust. Árásirnar eru sagðar svar við flugskeytaárásum Palestínumanna á ísraelskt landsvæði. Auk þess féllu að minnsta kosti sex Palestínumenn og á annan tug særðust í dag þegar skotið var á þá frá ísrelsku herskipi en mennirnir voru þá staddir á norðurhluta Gaza-strandarinnar. Erlent 9.6.2006 16:00 Spenna vex vegna morðsins á Samhadana Spenna hefur aukist fyrir botni Miðjarðarhafs í dag í kjölfar þess að Ísraelsher réð yfirmann öryggismála hjá palestínsku heimastjórninni af dögum í Rafah á Gasaströndini í gærkvöld. Erlent 9.6.2006 14:00 Ökutækjabann í Bagdad Umferð ökutækja er bönnuð í Bagdad í dag eftir öldu ofbeldis, bílsprengja og skotárása úr bílum á ferð, síðan al-Zarqawi, leiðtogi al Qaeda samtakanna í Írak, var drepinn í loftárásum Bandaríkjamanna á miðvikudagskvöld. Erlent 9.6.2006 10:30 Rússar framselja eftirlýstan stríðsglæpamann Rússar hafa framselt Bosníu-Serbann Dragan Zelenovic til bosnískra yfirvalda, en hann hefur verið eftirlýstur vegna glæpa í stríðinu á Balkanskaga á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta hefur Interfax-fréttastofan eftir ónafngreindum heimildarmönnum í Moskvu. Erlent 9.6.2006 09:45 Leyfa notkun bóluefnis gegn leghálskrabbameini Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur í fyrsta sinn gefið leyfi fyrir því að nota bólefnið Gardasil gegn leghálskrabbameini. Bóluefnið, sem konur á aldrinum níu til tuttugu og sex ára geta notað, kemur í veg fyrir ákveðna veirusýkingu tengda kynmökum sem talin er leiða til leghálskrabbameins. Erlent 9.6.2006 09:15 Íbúar við Merapi snúa aftur Íbúar í þorpum nærri indónesíska eldfjallinu Merapi, sem flýðu heimili sín í gær vegna aukinnar virkni í fjallinu, sneru aftur til síns heima í dag þrátt fyrr að virknin væri enn mikil. Erlent 9.6.2006 08:30 Yfirmaður öryggismála drepinn á Gasaströndinni Yfirmaður öryggismála hjá palestínsku heimastjórninni var drepinn í gærkvöld í loftárás Ísraela á þjálfunarbúðir uppreisnarmanna í Rafa á suðurhluta Gasastrandarinnar. Maðurinn, Jamal Abu Samhadana, var ofarlega á lista Ísraela yfir eftirlýsta menn og grunaður um aðild að árás á bandaríska hersveit á Gasaströndinni árið 2003. Erlent 9.6.2006 08:00 Bóluefni gegn leghálskrabbameini á markað Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa heimilað notkun fyrsta bóluefnisins gegn algengustu tegundum leghálskrabbameins. Bóluefnið gæti bjargað lífi milljóna kvenna um allan heim. Fjöldi íslenskra kvenna hefur tekið þátt í rannsóknum á bóluefninu. Erlent 8.6.2006 22:51 Varað við hefndarárásum í Írak vegna dauða al-Zarqawi Khalid Khawaja, fyrrum aðstoðarmaður Osama bin Laden, varar við hefndaraðgerðum eftirmanna al-Zarqawis. Hann segir Zarqawi hafa dáið píslarvættisdauða og heilagt stríð í Írak, jihad, muni halda áfram. Erlent 8.6.2006 15:15 Leiðtogar Eystrasaltsráðsins funda Leiðtogar Eystrasaltsráðsins funda í dag í Reykjavík. Með því lýkur eins árs formennsku Íslands í ráðinu. Í ráðinu sitja löndin níu sem liggja að Eystrasaltinu auk Noregs og Íslands. Erlent 8.6.2006 11:15 Heimsmarkaðsverð á olíu féll Hráolíuverð á heimsmarkaði féll niður fyrir 70 dollara í fyrsta skipti í tvær vikur, nær samstundis og fréttir bárust um lát Zarqawis. Þetta mun hugsanlega hafa áhrif á olíuverð hérlendis, en olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís tilkynntu öll um tveggja og hálfrar krónu hækkun á bensínlítranum í gær. Erlent 8.6.2006 10:57 Al-Zarqawi sagður hafa látist í loftárásum Abu Musab al-Zarqawi, æðsti maður al-Qaida samtakanna, lét lífið í nótt í loftáásum bandaríkjamanna á hús utan við höfuðborgina Bagdad. Erlent 8.6.2006 09:47 Tafir á Kastrup-flugvelli vegna fagfundar Nokkrar tafir urðu á flugi frá Kastrup-flugvelli í morgun vegna fagfundar starfsfólks í öryggisgæslu á vellinum. Á meðan á fundinum stóð voru mun færri við vopnaleit á flugvellinum og því mynduðust langar raðir við vopnaeftirlitið. Erlent 8.6.2006 09:45 Verstu flóð í A-Kína í þrjá áratugi Flóðin sem nú belja um austurhluta Kína eru þau verstu í þrjá áratugi, að sögn þarlendra stjórnvalda. 55 hafa látið lífið og 12 annarra er saknað og að minnsta kosti 378 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Erlent 8.6.2006 09:00 Orkuverð sé farið að hafa áhrif á hagvöxt Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, telur að hækkandi orkuverð í landinu sé farið að hafa áhrif á hagvöxt. Greenspan kom fyrir Bandaríkjaþing í gær þar sem hann mat stöðuna í efnahagsmálum. Erlent 8.6.2006 08:30 Flýðu heimili sín vegna aukinnar virkni í Merapi Yfir fimmtán þúsund íbúar í þorpum í kringum eldfjallið Merapi í Indónesíu flýðu í morgun heimili sín vegna vaxandi eldvirkni í fjallinu. Merapi hefur látið á sér kræla undanfarnar vikur en í morgun spúði fjallið kröftuglega og mátti sjá voldugt öskuský standa upp úr gígnum. Erlent 8.6.2006 08:15 Tugi hafa látist vegna flóða í Kína Tugir manna hafa farist og hundruð þúsunda hafa misst heimili sín í flóðum í Kína undanfarna daga. Stormar hafa gengið yfir suðurhluta landsins síðastliðna viku með tilheyrandi flóðum og aurskriðum. Erlent 7.6.2006 22:46 Einn lést og sex særðust á Gaza í dag Palestínumaður var skotinn til bana og sex liggja sárir eftir skotbardaga þeirra við ísraelska hermenn á landamærum á Gaza-ströndinni í dag. Að sögn sjúkraflutningamanna sem hlúðu að mönnunum var sá sem lést lögreglumaður, sem og þrír hinna særðu, en hinir þrír voru óbreyttir borgarar. Erlent 7.6.2006 22:00 Myndband af sprengingu í Manchester gert opinbert Lögreglan í Manchesterborg í Englandi birti í dag myndband sem sýnir þegar sendibíll, fullur af sprengiefni, var sprengdur í loft upp fyrir utan matvöruverslun í miðborg Manchester fyrir tíu árum. Enginn lést í sprengingunni en 200 manns særðust. Erlent 7.6.2006 20:03 Fimm konur og ungabarn særðust í átökum Sagan endalausa af mannfalli í Írak heldur áfram. Í dag féllu fjórtán manns, þar af faðir og sonur hans, í skotbardaga norður af borginni Bakúba. Fimm konur og ungabarn eru sögð hafa særst í átökunum. Erlent 7.6.2006 17:45 Neitar ásökunum um aðild að fangaflutningum Forsætisráðherra Póllands neitaði í dag staðfastlega þeim ásökunum að pólsk stjórnvöld hafi komið að leynilegum fangaflutningum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Í nýrri skýrslu Evrópuráðsins eru fjórtán Evrópulönd, en Ísland er ekki þar á meðal, sögð tengjast flutningum á grunuðum hryðjuverkamönnum til landa þar sem pyntingar eru ekki ólöglegar. Erlent 7.6.2006 17:00 Indverski herinn skýtur meinta skæruliða Indverski herinn skaut í gær átta menn til bana sem heryfirvöld segja hafa verið íslamska hryðjuverkamenn sem hafi laumast yfir landamærin til hins umdeilda Kasmírhéraðs. Erlent 7.6.2006 13:00 CIA hylmdi yfir með stríðsglæpamanninum Eichmann Hulunni var í gær lyft af skjölum bandarísku leyniþjónustunnar frá því á árunum eftir stríð. Þar kemur meðal annars fram að CIA, hylmdi á sjötta áratugnum yfir með Adolf Eichmann, einum helsta skipuleggjanda helfararinnar, af ótta við að hann upplýsti um óþægilegar staðreyndir um háttsetta menn. Erlent 7.6.2006 12:05 Stórtónleikar í München vegna HM Fótboltamenn og áhugamenn fengu fullt fangið af tónlist á upphitunartónleikum fyrir HM sem haldnir voru í München í gær. Placido Domingo söng fyrir gestina og hafði heilar þrjár hljómsveitir sér til halds og trausts. Erlent 7.6.2006 09:45 Rusl eykst um 78 kíló á ári með tilkomu fríblaða Rusl á dönskum heimilum mun aukast um 78 kíló á ári með tilkomu tveggja fríblaða í landinu. Þetta kemur fram í Jótlandspóstinum. Þar er fjallað um boðaða útgáfu 365 Medier á fríblaði og sams konar blað í útgáfu JP og Politiken. Erlent 7.6.2006 09:15 Sögð hafa greitt fyrir fangaflutningum Nokkur Evrópulönd eru sökuð um að hafa aðstoðað við leynilega fangaflutninga bandarísku leyniþjónustunnar CIA í nýrri skýrslu Evrópuráðsins. Fangaflutningarnir komust í hámæli á síðasta ári þegar greint var frá því að CIA hefði flogið með grunaða hryðjuverkamenn til landa þar sem pyntingar væru leyfilegar. Erlent 7.6.2006 08:45 Bændur ruddust inn í brasilíska þingið Hundruð brasilískra bænda sem ekki hafa landnæði réðust inn í brasilíska þingið í gær til að krefjast úrbóta í landbúnaðarkerfinu. Tuttugu slösuðust í klukkutíma langri baráttu bændanna við lögreglu og öryggisverði en bændurnir köstuðu steinum og öðru lauslegu og börðu mann og annan með prikum. Erlent 7.6.2006 08:15 Ítalskir hermenn ekki kallaðir fyrr heim Ítalir munu ekki kalla herlið sitt fyrr heim frá Írak en áður var áætlað. Romano Prodi, sem tók við forsætisráðherraembættinu á Ítalíu í síðasta mánuði, tilkynnti þetta á ítalska þinginu í dag. Erlent 6.6.2006 22:51 Grunuð um skipulagningu hryðjuverka í Kanada Sautján manns voru handteknir í Ontario-héraði í Kanada um helgina vegna gruns um aðild þeirra að skipulagningu á hryðjuverkum í landinu. Tólf hinna handteknu komu fyrir dómara í dag í borginni Brampton, vestur af Toronto, þar sem ákærurnar gegn þeim voru kunngjörðar. Erlent 6.6.2006 17:45 Hamas-samtökin fá frest til fimmtudags Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ákvað í dag að veita Hamas-samtökunum lengri frest til að taka afstöðu til þjóðaratkvæðagreiðslu um viðurkenningu á tilvist Ísraels. Erlent 6.6.2006 17:20 « ‹ ›
Mannfall í loftárásum Ísraela á Gaza Að minnsta kosti níu Palestínumenn féllu og fjölmargir særðust í þremur flugskeytaárásum Ísraelshers á bílalestir á Gaza-ströndinni í dag. Talið er að háttsettur leiðtogi Hamas-samtakanna sé meðal þeirra sem særðust. Árásirnar eru sagðar svar við flugskeytaárásum Palestínumanna á ísraelskt landsvæði. Auk þess féllu að minnsta kosti sex Palestínumenn og á annan tug særðust í dag þegar skotið var á þá frá ísrelsku herskipi en mennirnir voru þá staddir á norðurhluta Gaza-strandarinnar. Erlent 9.6.2006 16:00
Spenna vex vegna morðsins á Samhadana Spenna hefur aukist fyrir botni Miðjarðarhafs í dag í kjölfar þess að Ísraelsher réð yfirmann öryggismála hjá palestínsku heimastjórninni af dögum í Rafah á Gasaströndini í gærkvöld. Erlent 9.6.2006 14:00
Ökutækjabann í Bagdad Umferð ökutækja er bönnuð í Bagdad í dag eftir öldu ofbeldis, bílsprengja og skotárása úr bílum á ferð, síðan al-Zarqawi, leiðtogi al Qaeda samtakanna í Írak, var drepinn í loftárásum Bandaríkjamanna á miðvikudagskvöld. Erlent 9.6.2006 10:30
Rússar framselja eftirlýstan stríðsglæpamann Rússar hafa framselt Bosníu-Serbann Dragan Zelenovic til bosnískra yfirvalda, en hann hefur verið eftirlýstur vegna glæpa í stríðinu á Balkanskaga á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta hefur Interfax-fréttastofan eftir ónafngreindum heimildarmönnum í Moskvu. Erlent 9.6.2006 09:45
Leyfa notkun bóluefnis gegn leghálskrabbameini Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur í fyrsta sinn gefið leyfi fyrir því að nota bólefnið Gardasil gegn leghálskrabbameini. Bóluefnið, sem konur á aldrinum níu til tuttugu og sex ára geta notað, kemur í veg fyrir ákveðna veirusýkingu tengda kynmökum sem talin er leiða til leghálskrabbameins. Erlent 9.6.2006 09:15
Íbúar við Merapi snúa aftur Íbúar í þorpum nærri indónesíska eldfjallinu Merapi, sem flýðu heimili sín í gær vegna aukinnar virkni í fjallinu, sneru aftur til síns heima í dag þrátt fyrr að virknin væri enn mikil. Erlent 9.6.2006 08:30
Yfirmaður öryggismála drepinn á Gasaströndinni Yfirmaður öryggismála hjá palestínsku heimastjórninni var drepinn í gærkvöld í loftárás Ísraela á þjálfunarbúðir uppreisnarmanna í Rafa á suðurhluta Gasastrandarinnar. Maðurinn, Jamal Abu Samhadana, var ofarlega á lista Ísraela yfir eftirlýsta menn og grunaður um aðild að árás á bandaríska hersveit á Gasaströndinni árið 2003. Erlent 9.6.2006 08:00
Bóluefni gegn leghálskrabbameini á markað Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa heimilað notkun fyrsta bóluefnisins gegn algengustu tegundum leghálskrabbameins. Bóluefnið gæti bjargað lífi milljóna kvenna um allan heim. Fjöldi íslenskra kvenna hefur tekið þátt í rannsóknum á bóluefninu. Erlent 8.6.2006 22:51
Varað við hefndarárásum í Írak vegna dauða al-Zarqawi Khalid Khawaja, fyrrum aðstoðarmaður Osama bin Laden, varar við hefndaraðgerðum eftirmanna al-Zarqawis. Hann segir Zarqawi hafa dáið píslarvættisdauða og heilagt stríð í Írak, jihad, muni halda áfram. Erlent 8.6.2006 15:15
Leiðtogar Eystrasaltsráðsins funda Leiðtogar Eystrasaltsráðsins funda í dag í Reykjavík. Með því lýkur eins árs formennsku Íslands í ráðinu. Í ráðinu sitja löndin níu sem liggja að Eystrasaltinu auk Noregs og Íslands. Erlent 8.6.2006 11:15
Heimsmarkaðsverð á olíu féll Hráolíuverð á heimsmarkaði féll niður fyrir 70 dollara í fyrsta skipti í tvær vikur, nær samstundis og fréttir bárust um lát Zarqawis. Þetta mun hugsanlega hafa áhrif á olíuverð hérlendis, en olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís tilkynntu öll um tveggja og hálfrar krónu hækkun á bensínlítranum í gær. Erlent 8.6.2006 10:57
Al-Zarqawi sagður hafa látist í loftárásum Abu Musab al-Zarqawi, æðsti maður al-Qaida samtakanna, lét lífið í nótt í loftáásum bandaríkjamanna á hús utan við höfuðborgina Bagdad. Erlent 8.6.2006 09:47
Tafir á Kastrup-flugvelli vegna fagfundar Nokkrar tafir urðu á flugi frá Kastrup-flugvelli í morgun vegna fagfundar starfsfólks í öryggisgæslu á vellinum. Á meðan á fundinum stóð voru mun færri við vopnaleit á flugvellinum og því mynduðust langar raðir við vopnaeftirlitið. Erlent 8.6.2006 09:45
Verstu flóð í A-Kína í þrjá áratugi Flóðin sem nú belja um austurhluta Kína eru þau verstu í þrjá áratugi, að sögn þarlendra stjórnvalda. 55 hafa látið lífið og 12 annarra er saknað og að minnsta kosti 378 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Erlent 8.6.2006 09:00
Orkuverð sé farið að hafa áhrif á hagvöxt Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, telur að hækkandi orkuverð í landinu sé farið að hafa áhrif á hagvöxt. Greenspan kom fyrir Bandaríkjaþing í gær þar sem hann mat stöðuna í efnahagsmálum. Erlent 8.6.2006 08:30
Flýðu heimili sín vegna aukinnar virkni í Merapi Yfir fimmtán þúsund íbúar í þorpum í kringum eldfjallið Merapi í Indónesíu flýðu í morgun heimili sín vegna vaxandi eldvirkni í fjallinu. Merapi hefur látið á sér kræla undanfarnar vikur en í morgun spúði fjallið kröftuglega og mátti sjá voldugt öskuský standa upp úr gígnum. Erlent 8.6.2006 08:15
Tugi hafa látist vegna flóða í Kína Tugir manna hafa farist og hundruð þúsunda hafa misst heimili sín í flóðum í Kína undanfarna daga. Stormar hafa gengið yfir suðurhluta landsins síðastliðna viku með tilheyrandi flóðum og aurskriðum. Erlent 7.6.2006 22:46
Einn lést og sex særðust á Gaza í dag Palestínumaður var skotinn til bana og sex liggja sárir eftir skotbardaga þeirra við ísraelska hermenn á landamærum á Gaza-ströndinni í dag. Að sögn sjúkraflutningamanna sem hlúðu að mönnunum var sá sem lést lögreglumaður, sem og þrír hinna særðu, en hinir þrír voru óbreyttir borgarar. Erlent 7.6.2006 22:00
Myndband af sprengingu í Manchester gert opinbert Lögreglan í Manchesterborg í Englandi birti í dag myndband sem sýnir þegar sendibíll, fullur af sprengiefni, var sprengdur í loft upp fyrir utan matvöruverslun í miðborg Manchester fyrir tíu árum. Enginn lést í sprengingunni en 200 manns særðust. Erlent 7.6.2006 20:03
Fimm konur og ungabarn særðust í átökum Sagan endalausa af mannfalli í Írak heldur áfram. Í dag féllu fjórtán manns, þar af faðir og sonur hans, í skotbardaga norður af borginni Bakúba. Fimm konur og ungabarn eru sögð hafa særst í átökunum. Erlent 7.6.2006 17:45
Neitar ásökunum um aðild að fangaflutningum Forsætisráðherra Póllands neitaði í dag staðfastlega þeim ásökunum að pólsk stjórnvöld hafi komið að leynilegum fangaflutningum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Í nýrri skýrslu Evrópuráðsins eru fjórtán Evrópulönd, en Ísland er ekki þar á meðal, sögð tengjast flutningum á grunuðum hryðjuverkamönnum til landa þar sem pyntingar eru ekki ólöglegar. Erlent 7.6.2006 17:00
Indverski herinn skýtur meinta skæruliða Indverski herinn skaut í gær átta menn til bana sem heryfirvöld segja hafa verið íslamska hryðjuverkamenn sem hafi laumast yfir landamærin til hins umdeilda Kasmírhéraðs. Erlent 7.6.2006 13:00
CIA hylmdi yfir með stríðsglæpamanninum Eichmann Hulunni var í gær lyft af skjölum bandarísku leyniþjónustunnar frá því á árunum eftir stríð. Þar kemur meðal annars fram að CIA, hylmdi á sjötta áratugnum yfir með Adolf Eichmann, einum helsta skipuleggjanda helfararinnar, af ótta við að hann upplýsti um óþægilegar staðreyndir um háttsetta menn. Erlent 7.6.2006 12:05
Stórtónleikar í München vegna HM Fótboltamenn og áhugamenn fengu fullt fangið af tónlist á upphitunartónleikum fyrir HM sem haldnir voru í München í gær. Placido Domingo söng fyrir gestina og hafði heilar þrjár hljómsveitir sér til halds og trausts. Erlent 7.6.2006 09:45
Rusl eykst um 78 kíló á ári með tilkomu fríblaða Rusl á dönskum heimilum mun aukast um 78 kíló á ári með tilkomu tveggja fríblaða í landinu. Þetta kemur fram í Jótlandspóstinum. Þar er fjallað um boðaða útgáfu 365 Medier á fríblaði og sams konar blað í útgáfu JP og Politiken. Erlent 7.6.2006 09:15
Sögð hafa greitt fyrir fangaflutningum Nokkur Evrópulönd eru sökuð um að hafa aðstoðað við leynilega fangaflutninga bandarísku leyniþjónustunnar CIA í nýrri skýrslu Evrópuráðsins. Fangaflutningarnir komust í hámæli á síðasta ári þegar greint var frá því að CIA hefði flogið með grunaða hryðjuverkamenn til landa þar sem pyntingar væru leyfilegar. Erlent 7.6.2006 08:45
Bændur ruddust inn í brasilíska þingið Hundruð brasilískra bænda sem ekki hafa landnæði réðust inn í brasilíska þingið í gær til að krefjast úrbóta í landbúnaðarkerfinu. Tuttugu slösuðust í klukkutíma langri baráttu bændanna við lögreglu og öryggisverði en bændurnir köstuðu steinum og öðru lauslegu og börðu mann og annan með prikum. Erlent 7.6.2006 08:15
Ítalskir hermenn ekki kallaðir fyrr heim Ítalir munu ekki kalla herlið sitt fyrr heim frá Írak en áður var áætlað. Romano Prodi, sem tók við forsætisráðherraembættinu á Ítalíu í síðasta mánuði, tilkynnti þetta á ítalska þinginu í dag. Erlent 6.6.2006 22:51
Grunuð um skipulagningu hryðjuverka í Kanada Sautján manns voru handteknir í Ontario-héraði í Kanada um helgina vegna gruns um aðild þeirra að skipulagningu á hryðjuverkum í landinu. Tólf hinna handteknu komu fyrir dómara í dag í borginni Brampton, vestur af Toronto, þar sem ákærurnar gegn þeim voru kunngjörðar. Erlent 6.6.2006 17:45
Hamas-samtökin fá frest til fimmtudags Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ákvað í dag að veita Hamas-samtökunum lengri frest til að taka afstöðu til þjóðaratkvæðagreiðslu um viðurkenningu á tilvist Ísraels. Erlent 6.6.2006 17:20