Erlent Vill fresta frekari aðildarviðræðum vegna stjórnarskrár Jose Manuel Barroso, formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, telur að sambandið eigi ekki að taka á móti fleiri aðildarlöndum fyrr en afstaða hefur verið tekin til sameiginlegrar stjórnarskrár sambandsins. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Brussel í dag. Erlent 25.9.2006 17:02 Tóbaksfyrirtæki sótt til saka fyrir blekkingar Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur komist að því að hópmálssókn á hendur tóbaksfyrirtækjum vegna light sígaretta sé tæk fyrir dómi. Fyrirtækjunum er gefið að sök að hafa talið reykingafólki trú um að light-sígarettur væru ekki eins skaðlegar og aðrar sígarettur. Erlent 25.9.2006 16:47 Hræddir þjófar Þjófar sem brutust inn í íbúðarhús í Vínarborg, í Austurríki, forðuðu sér skelfingu lostnir út úr húsinu þegar þeir fundu átta mannshöfuð í kistu, í kjallaranum. Erlent 25.9.2006 16:40 Fundu flak þyrlu sem saknað hafði verið í tvo daga í Nepal Yfirvöld í Nepal hafa staðfest að allir farþegar í þyrlu á vegum náttúruverndarsamtakanna Worldwide Fund for Nature hafi látist þegar hún hrapaði í vonskuveðri á laugardag. Flak þyrlunnar, sem var rússnesk, fannst snemma í morgun, en þess hafði verið leitað í nærri tvo daga við erfiðar aðstæður, bæði rigningu og þoku. Erlent 25.9.2006 16:00 Páfi vottar múslimum virðingu sína Benedikt sextándi páfi átti í dag fund með fulltrúum frá tuttugu múslimaríkjum í Gandolfo kastala, sem er sumarsetur hans. Öllum bar saman um að fundurinn hefði einkennst af gagnkvæmri virðingu og hlýju. Erlent 25.9.2006 15:58 Segjast ekki hafa hugmynd um hvar bin Laden sé niðurkominn Pakistönsk yfirvöld hafa engar upplýsingar um það hvar Osama bin Laden er niðurkominn eða hvort hann er á lífi. Þetta sagði talsmaður utanríkisráðuneytis landsins í dag. Erlent 25.9.2006 15:15 Drápu háttsettan al-Qaida liða í Basra Breskar hersveitir drápu í dag háttsettan al-Qadia liða í álaupi á hús í borginni Basra í Írak. Fram kemur á fréttavef BBC að maðurinn, Omar Farouq, hafi áður stýrt al-Qaida í Suðaustur-Asíu en hann var gripinn í Indónesíu árið 2002. Erlent 25.9.2006 14:45 Mótmæltu lokun miðstöðvar fyrir ungt fólk Vel á þriðja hundrað manns voru handteknir eftir að mótmæli fóru úr böndunum á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Danska lögreglan hefur krafist gæsluvarðhalds yfir fimm þeirra. Verið var að mótmæla lokun miðstöðvar fyrir ungt fólk í hverfinu. Erlent 25.9.2006 13:30 Lést í sprengingu í Barcelona Áttræður maður lést og nokkrir slösuðust í sprengingu sem varð í Barcelona á Spáni í morgun. Svo virðist sem maðurinn sem lést hafi verið að hita pela fyrir barnabarn sitt á prímusi þegar gaskúturinn sprakk. Erlent 25.9.2006 12:30 Gagnrýna skeflilegt efnahagsástand í Rússlandi Hópur Bolsévika braust inn í rússneska fjármálaráðuneytið í morgun til að mótmæla efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Mótmælendurnir hlekkjuðu sig við glugga á nokkrum hæðum byggingarinnar og slepptu bæklingum þar sem ríkisstjórnin er gagnrýnd fyrir skelfilegt efnahagsástand og fátækt í landinu. Erlent 25.9.2006 12:06 Kristnir og múslimar verði að hafna öllu ofbeldi Benedikt páfi sagði í dag á fundi sínum með fulltrúum 22 múslimalanda að bæði kristnir og múslimar yrðu að hafna öllu ofbeldi um leið og hann lýsti yfir djúpri virðingu fyrir þeim sem aðhylltust íslam. Erlent 25.9.2006 11:30 Sprenging í byggingu í Barcelona á Spáni Nokkrir eru sagðir hafa slasast eftir sprengingu í húsi í Barcelona á Spáni fyrir stundu. Frá þessu er greint í spænsku útvarpi. Ekki liggur fyrir hvers vegna sprengingin varð en ljóst er að einhverjir munu vera alvarlega slasaðir. Erlent 25.9.2006 11:07 260 handteknir eftir mótmæli í Kaupmannahöfn Yfir 260 ungmenni voru handtekin í Kaupmanna í gær þegar friðsamleg mótmæli til stuðnings félagsmiðstöðinni Ungdomshuset leystust upp í óeirðir.Talið er að um 800 manns hafi tekið þátt í mótmælunum en þegar einhverjir mótmælenda fóru ekki að fyrirmælum lögreglunnar leysti hún hópinn upp. Erlent 25.9.2006 10:00 Sjáandi eða James Bond Hneyksli skekur nú ríkissaksóknaraembættið í Kólumbíu eftir að í ljós kom að ríkissaksóknari réð til sín sjáanda sem beitti dáleiðslu og særingum gagnvart starfsfólki og lifði líkt og James Bond. Erlent 25.9.2006 09:45 Rekinn úr starfi fyrir spillingu í Shanghai Æðsti leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins í Shanghai hefur verið rekinn úr starfi fyrir spillingu. Frá þessu greinir kínverska ríkisfréttastofan og segir að maðurinn, Chen Liangyu, hafi misnotað eftirlaunasjóði borgarinnar. Erlent 25.9.2006 09:30 Spillingarnefnd tekur til starfa í Taílandi Nefnd sem skipuð hefur verið til að rannsaka meinta spillingu í ráðherratíð Thaksins Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, kom saman í fyrsta sinn í dag. Erlent 25.9.2006 08:45 Páfi fundar með fulltrúum múslima í dag Benedikt páfi sextándi fundar í dag með fulltrúum múslima í Róm til þess að reyna að lægja þær reiðiöldur sem blossað hafa upp í kjölfar ummæla hans um Múhameð spámann. Erlent 25.9.2006 08:15 Mannskætt rútuslys í Ekvador Að minnsta kosti 47 manns, þar af 17 börn, létust í rútuslysi á fjallvegi nærri Quito, höfuðborg Ekvadors, í gærkvöld. Bílstjóri rútunnar mun hafa verið á miklum hraða og misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt. Erlent 25.9.2006 08:13 Áfram mótmælt í Búdapest Um fimm þúsund Ungverjar komu saman í Búdapest áttunda daginn í röð í gærkvöld til þess að krefjast afsagnar forsætirsráðherra landsins, Ferenc Gyurcsany, í kjölfar þess að hann var uppvís að því að ljúga að þjóðinni um efnahagsástandið í landinu. Erlent 25.9.2006 07:24 Smyglaði inn kókalaufum Evo Morales, forseti Bólivíu, ávarpaði allsherjarþingið í síðustu viku og mótmælti harðlega framgangi „stríðsins gegn vímuefnum“ og hélt við það tækifæri á lofti kókalaufi, sem hann hafði komið með frá heimalandi sínu. Erlent 25.9.2006 07:15 Hryðjuverkahætta jókst við Íraksstríð Stríðið hefur kynt undir öfgahyggju múslima og andúð þeirra á Vesturlöndum. Þetta er niðurstaða bandarískra leyniþjónustna og gengur þvert á staðhæfingar George W. Bush, sem hefur kallað Íraksstríðið stríð gegn hryðjuverkum. Erlent 25.9.2006 06:30 Aðskilnaðarhreyfingvaknar úr löngum dvala Fyrir rúmri viku voru haldnar kosningar í Transnistríu, litlu héraði í Moldóvu. Kosið var um sjálfstæði héraðsins, sem í reynd hefur verið sjálfstætt frá árinu 1990 þótt formleg viðurkenning á þeirri stöðu hafi aldrei fengist. Erlent 25.9.2006 06:15 Fjöldahandtaka mótmælenda Mótmæli í Kaupmannahöfn fóru úr böndunum í gær. Flöskum, grjóti og eggjum var fleygt að lögreglunni, að sögn talsmanns hennar. 220 mótmælendur voru handteknir. Fólkið, sem var í yngri kantinum að sögn lögreglu, vildi mótmæla sölu húss, sem hústökufólk hafði fengið leyfi til að búa í frá borgaryfirvöldum árið 1982. Erlent 25.9.2006 05:45 Aðskilnaðar krafist að nýju Þrír grímuklæddir menn sem sögðust vera talsmenn ETA-aðskilnaðarsamtakanna stigu á svið á samkomu um sjálfstæði Baskalands um helgina. Lesin var tilkynning um að ETA legði ekki niður vopn fyrr en Baskaland fengi sjálfstæði frá Spáni. Að loknum lestrinum skutu mennirnir úr vélbyssum í loftið. Erlent 25.9.2006 05:00 Frekar Satan en Hillary Clinton Áhrifamikill evangelískur predikari lýsti því yfir í gær að fólkið í sínu kjördæmi myndi leggja harðar að sér við að koma í veg fyrir mögulegt forsetakjör demókratans Hillary Clintons en þótt Lúsifer sjálfur færi í framboð. Erlent 25.9.2006 04:00 Frumbyggjarnir eiga borgina Alríkisdómstóll Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að Nyoongar-ættbálkurinn sé eigandi landsvæðis Perth-borgar. Þetta er í fyrsta skipti sem frumbyggjum er tryggður eignarréttur á þéttbýlissvæði, að sögn áströlsku fréttastofunnar ABC. Eignarrétturinn nær þó ekki til lands sem byggt er á. Erlent 25.9.2006 02:30 Ofsóknir frekar en rannsóknir Esteban Lazo Hernández, starfandi varaforseti Kúbu, hélt reiðilestur yfir bandarískum ráðamönnum á allsherjarþinginu í New York á dögunum. Hann hélt því fram að ríkisstjórn Bandaríkjanna eyddi meiri fjármunum í að ofsækja og refsa þeim fyrirtækjum sem ættu í viðskiptum við eyríkið en eytt væri í rannsókn á því hver hefði fjármagnað hryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturnana. Erlent 25.9.2006 01:45 Verri eftir brott-hvarf Saddams Manfred Novak, sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna á sviði ómannúðlegrar meðferðar fanga, segir að pyntingar á föngum hafi versnað til muna í Írak, eftir að Saddam Hussein var komið frá völdum. Áður hafi ákveðin regla verið á hlutunum en nú vaði uppi öryggissveitir, herskáar einkahersveitir og ýmsir hatursmenn hernámsins. Novak segir ástandið í Írak farið gjörsamlega úr böndunum. Erlent 25.9.2006 00:00 Heimsmet í humarrúllu áti Japaninn Takeru Kobayashi setti ansi sérstakt heimsmet í gær. Hann mætti til leiks í árlegri humarátskeppni í Boston í Bandaríkjunum. Hann gerði sér lítið fyrir og setti heimsmet með því að borða 41 humarrúllu á 10 mínútum. Þar með fór hann nálægt því að tvöfalda gamla metið sem var 22 rúllur á jafn löngum tíma. Erlent 24.9.2006 20:15 Þrjú börn myrt í Saint Louis Íbúar í Saint Louis í Bandaríkjunum eru slegnir óhug eftir að þrjú börn fundust myrt þar í borg í gær. Skömmu áður var 26 ára kona ákærð fyrir að hafa myrt móður þeirra með því að skera fóstur úr kvið hennar. Erlent 24.9.2006 19:15 « ‹ ›
Vill fresta frekari aðildarviðræðum vegna stjórnarskrár Jose Manuel Barroso, formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, telur að sambandið eigi ekki að taka á móti fleiri aðildarlöndum fyrr en afstaða hefur verið tekin til sameiginlegrar stjórnarskrár sambandsins. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Brussel í dag. Erlent 25.9.2006 17:02
Tóbaksfyrirtæki sótt til saka fyrir blekkingar Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur komist að því að hópmálssókn á hendur tóbaksfyrirtækjum vegna light sígaretta sé tæk fyrir dómi. Fyrirtækjunum er gefið að sök að hafa talið reykingafólki trú um að light-sígarettur væru ekki eins skaðlegar og aðrar sígarettur. Erlent 25.9.2006 16:47
Hræddir þjófar Þjófar sem brutust inn í íbúðarhús í Vínarborg, í Austurríki, forðuðu sér skelfingu lostnir út úr húsinu þegar þeir fundu átta mannshöfuð í kistu, í kjallaranum. Erlent 25.9.2006 16:40
Fundu flak þyrlu sem saknað hafði verið í tvo daga í Nepal Yfirvöld í Nepal hafa staðfest að allir farþegar í þyrlu á vegum náttúruverndarsamtakanna Worldwide Fund for Nature hafi látist þegar hún hrapaði í vonskuveðri á laugardag. Flak þyrlunnar, sem var rússnesk, fannst snemma í morgun, en þess hafði verið leitað í nærri tvo daga við erfiðar aðstæður, bæði rigningu og þoku. Erlent 25.9.2006 16:00
Páfi vottar múslimum virðingu sína Benedikt sextándi páfi átti í dag fund með fulltrúum frá tuttugu múslimaríkjum í Gandolfo kastala, sem er sumarsetur hans. Öllum bar saman um að fundurinn hefði einkennst af gagnkvæmri virðingu og hlýju. Erlent 25.9.2006 15:58
Segjast ekki hafa hugmynd um hvar bin Laden sé niðurkominn Pakistönsk yfirvöld hafa engar upplýsingar um það hvar Osama bin Laden er niðurkominn eða hvort hann er á lífi. Þetta sagði talsmaður utanríkisráðuneytis landsins í dag. Erlent 25.9.2006 15:15
Drápu háttsettan al-Qaida liða í Basra Breskar hersveitir drápu í dag háttsettan al-Qadia liða í álaupi á hús í borginni Basra í Írak. Fram kemur á fréttavef BBC að maðurinn, Omar Farouq, hafi áður stýrt al-Qaida í Suðaustur-Asíu en hann var gripinn í Indónesíu árið 2002. Erlent 25.9.2006 14:45
Mótmæltu lokun miðstöðvar fyrir ungt fólk Vel á þriðja hundrað manns voru handteknir eftir að mótmæli fóru úr böndunum á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Danska lögreglan hefur krafist gæsluvarðhalds yfir fimm þeirra. Verið var að mótmæla lokun miðstöðvar fyrir ungt fólk í hverfinu. Erlent 25.9.2006 13:30
Lést í sprengingu í Barcelona Áttræður maður lést og nokkrir slösuðust í sprengingu sem varð í Barcelona á Spáni í morgun. Svo virðist sem maðurinn sem lést hafi verið að hita pela fyrir barnabarn sitt á prímusi þegar gaskúturinn sprakk. Erlent 25.9.2006 12:30
Gagnrýna skeflilegt efnahagsástand í Rússlandi Hópur Bolsévika braust inn í rússneska fjármálaráðuneytið í morgun til að mótmæla efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Mótmælendurnir hlekkjuðu sig við glugga á nokkrum hæðum byggingarinnar og slepptu bæklingum þar sem ríkisstjórnin er gagnrýnd fyrir skelfilegt efnahagsástand og fátækt í landinu. Erlent 25.9.2006 12:06
Kristnir og múslimar verði að hafna öllu ofbeldi Benedikt páfi sagði í dag á fundi sínum með fulltrúum 22 múslimalanda að bæði kristnir og múslimar yrðu að hafna öllu ofbeldi um leið og hann lýsti yfir djúpri virðingu fyrir þeim sem aðhylltust íslam. Erlent 25.9.2006 11:30
Sprenging í byggingu í Barcelona á Spáni Nokkrir eru sagðir hafa slasast eftir sprengingu í húsi í Barcelona á Spáni fyrir stundu. Frá þessu er greint í spænsku útvarpi. Ekki liggur fyrir hvers vegna sprengingin varð en ljóst er að einhverjir munu vera alvarlega slasaðir. Erlent 25.9.2006 11:07
260 handteknir eftir mótmæli í Kaupmannahöfn Yfir 260 ungmenni voru handtekin í Kaupmanna í gær þegar friðsamleg mótmæli til stuðnings félagsmiðstöðinni Ungdomshuset leystust upp í óeirðir.Talið er að um 800 manns hafi tekið þátt í mótmælunum en þegar einhverjir mótmælenda fóru ekki að fyrirmælum lögreglunnar leysti hún hópinn upp. Erlent 25.9.2006 10:00
Sjáandi eða James Bond Hneyksli skekur nú ríkissaksóknaraembættið í Kólumbíu eftir að í ljós kom að ríkissaksóknari réð til sín sjáanda sem beitti dáleiðslu og særingum gagnvart starfsfólki og lifði líkt og James Bond. Erlent 25.9.2006 09:45
Rekinn úr starfi fyrir spillingu í Shanghai Æðsti leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins í Shanghai hefur verið rekinn úr starfi fyrir spillingu. Frá þessu greinir kínverska ríkisfréttastofan og segir að maðurinn, Chen Liangyu, hafi misnotað eftirlaunasjóði borgarinnar. Erlent 25.9.2006 09:30
Spillingarnefnd tekur til starfa í Taílandi Nefnd sem skipuð hefur verið til að rannsaka meinta spillingu í ráðherratíð Thaksins Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, kom saman í fyrsta sinn í dag. Erlent 25.9.2006 08:45
Páfi fundar með fulltrúum múslima í dag Benedikt páfi sextándi fundar í dag með fulltrúum múslima í Róm til þess að reyna að lægja þær reiðiöldur sem blossað hafa upp í kjölfar ummæla hans um Múhameð spámann. Erlent 25.9.2006 08:15
Mannskætt rútuslys í Ekvador Að minnsta kosti 47 manns, þar af 17 börn, létust í rútuslysi á fjallvegi nærri Quito, höfuðborg Ekvadors, í gærkvöld. Bílstjóri rútunnar mun hafa verið á miklum hraða og misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt. Erlent 25.9.2006 08:13
Áfram mótmælt í Búdapest Um fimm þúsund Ungverjar komu saman í Búdapest áttunda daginn í röð í gærkvöld til þess að krefjast afsagnar forsætirsráðherra landsins, Ferenc Gyurcsany, í kjölfar þess að hann var uppvís að því að ljúga að þjóðinni um efnahagsástandið í landinu. Erlent 25.9.2006 07:24
Smyglaði inn kókalaufum Evo Morales, forseti Bólivíu, ávarpaði allsherjarþingið í síðustu viku og mótmælti harðlega framgangi „stríðsins gegn vímuefnum“ og hélt við það tækifæri á lofti kókalaufi, sem hann hafði komið með frá heimalandi sínu. Erlent 25.9.2006 07:15
Hryðjuverkahætta jókst við Íraksstríð Stríðið hefur kynt undir öfgahyggju múslima og andúð þeirra á Vesturlöndum. Þetta er niðurstaða bandarískra leyniþjónustna og gengur þvert á staðhæfingar George W. Bush, sem hefur kallað Íraksstríðið stríð gegn hryðjuverkum. Erlent 25.9.2006 06:30
Aðskilnaðarhreyfingvaknar úr löngum dvala Fyrir rúmri viku voru haldnar kosningar í Transnistríu, litlu héraði í Moldóvu. Kosið var um sjálfstæði héraðsins, sem í reynd hefur verið sjálfstætt frá árinu 1990 þótt formleg viðurkenning á þeirri stöðu hafi aldrei fengist. Erlent 25.9.2006 06:15
Fjöldahandtaka mótmælenda Mótmæli í Kaupmannahöfn fóru úr böndunum í gær. Flöskum, grjóti og eggjum var fleygt að lögreglunni, að sögn talsmanns hennar. 220 mótmælendur voru handteknir. Fólkið, sem var í yngri kantinum að sögn lögreglu, vildi mótmæla sölu húss, sem hústökufólk hafði fengið leyfi til að búa í frá borgaryfirvöldum árið 1982. Erlent 25.9.2006 05:45
Aðskilnaðar krafist að nýju Þrír grímuklæddir menn sem sögðust vera talsmenn ETA-aðskilnaðarsamtakanna stigu á svið á samkomu um sjálfstæði Baskalands um helgina. Lesin var tilkynning um að ETA legði ekki niður vopn fyrr en Baskaland fengi sjálfstæði frá Spáni. Að loknum lestrinum skutu mennirnir úr vélbyssum í loftið. Erlent 25.9.2006 05:00
Frekar Satan en Hillary Clinton Áhrifamikill evangelískur predikari lýsti því yfir í gær að fólkið í sínu kjördæmi myndi leggja harðar að sér við að koma í veg fyrir mögulegt forsetakjör demókratans Hillary Clintons en þótt Lúsifer sjálfur færi í framboð. Erlent 25.9.2006 04:00
Frumbyggjarnir eiga borgina Alríkisdómstóll Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að Nyoongar-ættbálkurinn sé eigandi landsvæðis Perth-borgar. Þetta er í fyrsta skipti sem frumbyggjum er tryggður eignarréttur á þéttbýlissvæði, að sögn áströlsku fréttastofunnar ABC. Eignarrétturinn nær þó ekki til lands sem byggt er á. Erlent 25.9.2006 02:30
Ofsóknir frekar en rannsóknir Esteban Lazo Hernández, starfandi varaforseti Kúbu, hélt reiðilestur yfir bandarískum ráðamönnum á allsherjarþinginu í New York á dögunum. Hann hélt því fram að ríkisstjórn Bandaríkjanna eyddi meiri fjármunum í að ofsækja og refsa þeim fyrirtækjum sem ættu í viðskiptum við eyríkið en eytt væri í rannsókn á því hver hefði fjármagnað hryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturnana. Erlent 25.9.2006 01:45
Verri eftir brott-hvarf Saddams Manfred Novak, sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna á sviði ómannúðlegrar meðferðar fanga, segir að pyntingar á föngum hafi versnað til muna í Írak, eftir að Saddam Hussein var komið frá völdum. Áður hafi ákveðin regla verið á hlutunum en nú vaði uppi öryggissveitir, herskáar einkahersveitir og ýmsir hatursmenn hernámsins. Novak segir ástandið í Írak farið gjörsamlega úr böndunum. Erlent 25.9.2006 00:00
Heimsmet í humarrúllu áti Japaninn Takeru Kobayashi setti ansi sérstakt heimsmet í gær. Hann mætti til leiks í árlegri humarátskeppni í Boston í Bandaríkjunum. Hann gerði sér lítið fyrir og setti heimsmet með því að borða 41 humarrúllu á 10 mínútum. Þar með fór hann nálægt því að tvöfalda gamla metið sem var 22 rúllur á jafn löngum tíma. Erlent 24.9.2006 20:15
Þrjú börn myrt í Saint Louis Íbúar í Saint Louis í Bandaríkjunum eru slegnir óhug eftir að þrjú börn fundust myrt þar í borg í gær. Skömmu áður var 26 ára kona ákærð fyrir að hafa myrt móður þeirra með því að skera fóstur úr kvið hennar. Erlent 24.9.2006 19:15