Erlent

Mannfall í loftárásum Ísraela á Gaza

Að minnsta kosti níu Palestínumenn féllu og fjölmargir særðust í þremur flugskeytaárásum Ísraelshers á bílalestir á Gaza-ströndinni í dag. Talið er að háttsettur leiðtogi Hamas-samtakanna sé meðal þeirra sem særðust. Árásirnar eru sagðar svar við flugskeytaárásum Palestínumanna á ísraelskt landsvæði. Auk þess féllu að minnsta kosti sex Palestínumenn og á annan tug særðust í dag þegar skotið var á þá frá ísrelsku herskipi en mennirnir voru þá staddir á norðurhluta Gaza-strandarinnar.

Erlent

Spenna vex vegna morðsins á Samhadana

Spenna hefur aukist fyrir botni Miðjarðarhafs í dag í kjölfar þess að Ísraelsher réð yfirmann öryggismála hjá palestínsku heimastjórninni af dögum í Rafah á Gasaströndini í gærkvöld.

Erlent

Ökutækjabann í Bagdad

Umferð ökutækja er bönnuð í Bagdad í dag eftir öldu ofbeldis, bílsprengja og skotárása úr bílum á ferð, síðan al-Zarqawi, leiðtogi al Qaeda samtakanna í Írak, var drepinn í loftárásum Bandaríkjamanna á miðvikudagskvöld.

Erlent

Rússar framselja eftirlýstan stríðsglæpamann

Rússar hafa framselt Bosníu-Serbann Dragan Zelenovic til bosnískra yfirvalda, en hann hefur verið eftirlýstur vegna glæpa í stríðinu á Balkanskaga á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta hefur Interfax-fréttastofan eftir ónafngreindum heimildarmönnum í Moskvu.

Erlent

Leyfa notkun bóluefnis gegn leghálskrabbameini

Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur í fyrsta sinn gefið leyfi fyrir því að nota bólefnið Gardasil gegn leghálskrabbameini. Bóluefnið, sem konur á aldrinum níu til tuttugu og sex ára geta notað, kemur í veg fyrir ákveðna veirusýkingu tengda kynmökum sem talin er leiða til leghálskrabbameins.

Erlent

Íbúar við Merapi snúa aftur

Íbúar í þorpum nærri indónesíska eldfjallinu Merapi, sem flýðu heimili sín í gær vegna aukinnar virkni í fjallinu, sneru aftur til síns heima í dag þrátt fyrr að virknin væri enn mikil.

Erlent

Yfirmaður öryggismála drepinn á Gasaströndinni

Yfirmaður öryggismála hjá palestínsku heimastjórninni var drepinn í gærkvöld í loftárás Ísraela á þjálfunarbúðir uppreisnarmanna í Rafa á suðurhluta Gasastrandarinnar. Maðurinn, Jamal Abu Samhadana, var ofarlega á lista Ísraela yfir eftirlýsta menn og grunaður um aðild að árás á bandaríska hersveit á Gasaströndinni árið 2003.

Erlent

Bóluefni gegn leghálskrabbameini á markað

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa heimilað notkun fyrsta bóluefnisins gegn algengustu tegundum leghálskrabbameins. Bóluefnið gæti bjargað lífi milljóna kvenna um allan heim. Fjöldi íslenskra kvenna hefur tekið þátt í rannsóknum á bóluefninu.

Erlent

Leiðtogar Eystrasaltsráðsins funda

Leiðtogar Eystrasaltsráðsins funda í dag í Reykjavík. Með því lýkur eins árs formennsku Íslands í ráðinu. Í ráðinu sitja löndin níu sem liggja að Eystrasaltinu auk Noregs og Íslands.

Erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu féll

Hráolíuverð á heimsmarkaði féll niður fyrir 70 dollara í fyrsta skipti í tvær vikur, nær samstundis og fréttir bárust um lát Zarqawis. Þetta mun hugsanlega hafa áhrif á olíuverð hérlendis, en olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís tilkynntu öll um tveggja og hálfrar krónu hækkun á bensínlítranum í gær.

Erlent

Tafir á Kastrup-flugvelli vegna fagfundar

Nokkrar tafir urðu á flugi frá Kastrup-flugvelli í morgun vegna fagfundar starfsfólks í öryggisgæslu á vellinum. Á meðan á fundinum stóð voru mun færri við vopnaleit á flugvellinum og því mynduðust langar raðir við vopnaeftirlitið.

Erlent

Verstu flóð í A-Kína í þrjá áratugi

Flóðin sem nú belja um austurhluta Kína eru þau verstu í þrjá áratugi, að sögn þarlendra stjórnvalda. 55 hafa látið lífið og 12 annarra er saknað og að minnsta kosti 378 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín.

Erlent

Orkuverð sé farið að hafa áhrif á hagvöxt

Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, telur að hækkandi orkuverð í landinu sé farið að hafa áhrif á hagvöxt. Greenspan kom fyrir Bandaríkjaþing í gær þar sem hann mat stöðuna í efnahagsmálum.

Erlent

Flýðu heimili sín vegna aukinnar virkni í Merapi

Yfir fimmtán þúsund íbúar í þorpum í kringum eldfjallið Merapi í Indónesíu flýðu í morgun heimili sín vegna vaxandi eldvirkni í fjallinu. Merapi hefur látið á sér kræla undanfarnar vikur en í morgun spúði fjallið kröftuglega og mátti sjá voldugt öskuský standa upp úr gígnum.

Erlent

Tugi hafa látist vegna flóða í Kína

Tugir manna hafa farist og hundruð þúsunda hafa misst heimili sín í flóðum í Kína undanfarna daga. Stormar hafa gengið yfir suðurhluta landsins síðastliðna viku með tilheyrandi flóðum og aurskriðum.

Erlent

Einn lést og sex særðust á Gaza í dag

Palestínumaður var skotinn til bana og sex liggja sárir eftir skotbardaga þeirra við ísraelska hermenn á landamærum á Gaza-ströndinni í dag. Að sögn sjúkraflutningamanna sem hlúðu að mönnunum var sá sem lést lögreglumaður, sem og þrír hinna særðu, en hinir þrír voru óbreyttir borgarar.

Erlent

Myndband af sprengingu í Manchester gert opinbert

Lögreglan í Manchesterborg í Englandi birti í dag myndband sem sýnir þegar sendibíll, fullur af sprengiefni, var sprengdur í loft upp fyrir utan matvöruverslun í miðborg Manchester fyrir tíu árum. Enginn lést í sprengingunni en 200 manns særðust.

Erlent

Fimm konur og ungabarn særðust í átökum

Sagan endalausa af mannfalli í Írak heldur áfram. Í dag féllu fjórtán manns, þar af faðir og sonur hans, í skotbardaga norður af borginni Bakúba. Fimm konur og ungabarn eru sögð hafa særst í átökunum.

Erlent

Neitar ásökunum um aðild að fangaflutningum

Forsætisráðherra Póllands neitaði í dag staðfastlega þeim ásökunum að pólsk stjórnvöld hafi komið að leynilegum fangaflutningum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Í nýrri skýrslu Evrópuráðsins eru fjórtán Evrópulönd, en Ísland er ekki þar á meðal, sögð tengjast flutningum á grunuðum hryðjuverkamönnum til landa þar sem pyntingar eru ekki ólöglegar.

Erlent

CIA hylmdi yfir með stríðsglæpamanninum Eichmann

Hulunni var í gær lyft af skjölum bandarísku leyniþjónustunnar frá því á árunum eftir stríð. Þar kemur meðal annars fram að CIA, hylmdi á sjötta áratugnum yfir með Adolf Eichmann, einum helsta skipuleggjanda helfararinnar, af ótta við að hann upplýsti um óþægilegar staðreyndir um háttsetta menn.

Erlent

Stórtónleikar í München vegna HM

Fótboltamenn og áhugamenn fengu fullt fangið af tónlist á upphitunartónleikum fyrir HM sem haldnir voru í München í gær. Placido Domingo söng fyrir gestina og hafði heilar þrjár hljómsveitir sér til halds og trausts.

Erlent

Rusl eykst um 78 kíló á ári með tilkomu fríblaða

Rusl á dönskum heimilum mun aukast um 78 kíló á ári með tilkomu tveggja fríblaða í landinu. Þetta kemur fram í Jótlandspóstinum. Þar er fjallað um boðaða útgáfu 365 Medier á fríblaði og sams konar blað í útgáfu JP og Politiken.

Erlent

Sögð hafa greitt fyrir fangaflutningum

Nokkur Evrópulönd eru sökuð um að hafa aðstoðað við leynilega fangaflutninga bandarísku leyniþjónustunnar CIA í nýrri skýrslu Evrópuráðsins. Fangaflutningarnir komust í hámæli á síðasta ári þegar greint var frá því að CIA hefði flogið með grunaða hryðjuverkamenn til landa þar sem pyntingar væru leyfilegar.

Erlent

Bændur ruddust inn í brasilíska þingið

Hundruð brasilískra bænda sem ekki hafa landnæði réðust inn í brasilíska þingið í gær til að krefjast úrbóta í landbúnaðarkerfinu. Tuttugu slösuðust í klukkutíma langri baráttu bændanna við lögreglu og öryggisverði en bændurnir köstuðu steinum og öðru lauslegu og börðu mann og annan með prikum.

Erlent

Ítalskir hermenn ekki kallaðir fyrr heim

Ítalir munu ekki kalla herlið sitt fyrr heim frá Írak en áður var áætlað. Romano Prodi, sem tók við forsætisráðherraembættinu á Ítalíu í síðasta mánuði, tilkynnti þetta á ítalska þinginu í dag.

Erlent

Grunuð um skipulagningu hryðjuverka í Kanada

Sautján manns voru handteknir í Ontario-héraði í Kanada um helgina vegna gruns um aðild þeirra að skipulagningu á hryðjuverkum í landinu. Tólf hinna handteknu komu fyrir dómara í dag í borginni Brampton, vestur af Toronto, þar sem ákærurnar gegn þeim voru kunngjörðar.

Erlent

Hamas-samtökin fá frest til fimmtudags

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ákvað í dag að veita Hamas-samtökunum lengri frest til að taka afstöðu til þjóðaratkvæðagreiðslu um viðurkenningu á tilvist Ísraels.

Erlent