Erlent

Vill fresta frekari aðildarviðræðum vegna stjórnarskrár

Jose Manuel Barroso, formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, telur að sambandið eigi ekki að taka á móti fleiri aðildarlöndum fyrr en afstaða hefur verið tekin til sameiginlegrar stjórnarskrár sambandsins. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Brussel í dag.

Erlent

Tóbaksfyrirtæki sótt til saka fyrir blekkingar

Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur komist að því að hópmálssókn á hendur tóbaksfyrirtækjum vegna light sígaretta sé tæk fyrir dómi. Fyrirtækjunum er gefið að sök að hafa talið reykingafólki trú um að light-sígarettur væru ekki eins skaðlegar og aðrar sígarettur.

Erlent

Hræddir þjófar

Þjófar sem brutust inn í íbúðarhús í Vínarborg, í Austurríki, forðuðu sér skelfingu lostnir út úr húsinu þegar þeir fundu átta mannshöfuð í kistu, í kjallaranum.

Erlent

Fundu flak þyrlu sem saknað hafði verið í tvo daga í Nepal

Yfirvöld í Nepal hafa staðfest að allir farþegar í þyrlu á vegum náttúruverndarsamtakanna Worldwide Fund for Nature hafi látist þegar hún hrapaði í vonskuveðri á laugardag. Flak þyrlunnar, sem var rússnesk, fannst snemma í morgun, en þess hafði verið leitað í nærri tvo daga við erfiðar aðstæður, bæði rigningu og þoku.

Erlent

Páfi vottar múslimum virðingu sína

Benedikt sextándi páfi átti í dag fund með fulltrúum frá tuttugu múslimaríkjum í Gandolfo kastala, sem er sumarsetur hans. Öllum bar saman um að fundurinn hefði einkennst af gagnkvæmri virðingu og hlýju.

Erlent

Drápu háttsettan al-Qaida liða í Basra

Breskar hersveitir drápu í dag háttsettan al-Qadia liða í álaupi á hús í borginni Basra í Írak. Fram kemur á fréttavef BBC að maðurinn, Omar Farouq, hafi áður stýrt al-Qaida í Suðaustur-Asíu en hann var gripinn í Indónesíu árið 2002.

Erlent

Mótmæltu lokun miðstöðvar fyrir ungt fólk

Vel á þriðja hundrað manns voru handteknir eftir að mótmæli fóru úr böndunum á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Danska lögreglan hefur krafist gæsluvarðhalds yfir fimm þeirra. Verið var að mótmæla lokun miðstöðvar fyrir ungt fólk í hverfinu.

Erlent

Lést í sprengingu í Barcelona

Áttræður maður lést og nokkrir slösuðust í sprengingu sem varð í Barcelona á Spáni í morgun. Svo virðist sem maðurinn sem lést hafi verið að hita pela fyrir barnabarn sitt á prímusi þegar gaskúturinn sprakk.

Erlent

Gagnrýna skeflilegt efnahagsástand í Rússlandi

Hópur Bolsévika braust inn í rússneska fjármálaráðuneytið í morgun til að mótmæla efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Mótmælendurnir hlekkjuðu sig við glugga á nokkrum hæðum byggingarinnar og slepptu bæklingum þar sem ríkisstjórnin er gagnrýnd fyrir skelfilegt efnahagsástand og fátækt í landinu.

Erlent

Sprenging í byggingu í Barcelona á Spáni

Nokkrir eru sagðir hafa slasast eftir sprengingu í húsi í Barcelona á Spáni fyrir stundu. Frá þessu er greint í spænsku útvarpi. Ekki liggur fyrir hvers vegna sprengingin varð en ljóst er að einhverjir munu vera alvarlega slasaðir.

Erlent

260 handteknir eftir mótmæli í Kaupmannahöfn

Yfir 260 ungmenni voru handtekin í Kaupmanna í gær þegar friðsamleg mótmæli til stuðnings félagsmiðstöðinni Ungdomshuset leystust upp í óeirðir.Talið er að um 800 manns hafi tekið þátt í mótmælunum en þegar einhverjir mótmælenda fóru ekki að fyrirmælum lögreglunnar leysti hún hópinn upp.

Erlent

Sjáandi eða James Bond

Hneyksli skekur nú ríkissaksóknaraembættið í Kólumbíu eftir að í ljós kom að ríkissaksóknari réð til sín sjáanda sem beitti dáleiðslu og særingum gagnvart starfsfólki og lifði líkt og James Bond.

Erlent

Rekinn úr starfi fyrir spillingu í Shanghai

Æðsti leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins í Shanghai hefur verið rekinn úr starfi fyrir spillingu. Frá þessu greinir kínverska ríkisfréttastofan og segir að maðurinn, Chen Liangyu, hafi misnotað eftirlaunasjóði borgarinnar.

Erlent

Mannskætt rútuslys í Ekvador

Að minnsta kosti 47 manns, þar af 17 börn, létust í rútuslysi á fjallvegi nærri Quito, höfuðborg Ekvadors, í gærkvöld. Bílstjóri rútunnar mun hafa verið á miklum hraða og misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt.

Erlent

Áfram mótmælt í Búdapest

Um fimm þúsund Ungverjar komu saman í Búdapest áttunda daginn í röð í gærkvöld til þess að krefjast afsagnar forsætirsráðherra landsins, Ferenc Gyurcsany, í kjölfar þess að hann var uppvís að því að ljúga að þjóðinni um efnahagsástandið í landinu.

Erlent

Smyglaði inn kókalaufum

Evo Mor­ales, forseti Bólivíu, ávarpaði allsherjarþingið í síðustu viku og mótmælti harðlega framgangi „stríðsins gegn vímuefnum“ og hélt við það tækifæri á lofti kókalaufi, sem hann hafði komið með frá heimalandi sínu.

Erlent

Hryðjuverkahætta jókst við Íraksstríð

Stríðið hefur kynt undir öfgahyggju múslima og andúð þeirra á Vesturlöndum. Þetta er niðurstaða bandarískra leyniþjónustna og gengur þvert á staðhæfingar George W. Bush, sem hefur kallað Íraksstríðið stríð gegn hryðjuverkum.

Erlent

Aðskilnaðarhreyfingvaknar úr löngum dvala

Fyrir rúmri viku voru haldnar kosningar í Transnistríu, litlu héraði í Moldóvu. Kosið var um sjálfstæði héraðsins, sem í reynd hefur verið sjálfstætt frá árinu 1990 þótt formleg viðurkenning á þeirri stöðu hafi aldrei fengist.

Erlent

Fjöldahandtaka mótmælenda

Mótmæli í Kaupmannahöfn fóru úr böndunum í gær. Flöskum, grjóti og eggjum var fleygt að lögreglunni, að sögn talsmanns hennar. 220 mótmælendur voru handteknir. Fólkið, sem var í yngri kantinum að sögn lögreglu, vildi mótmæla sölu húss, sem hústökufólk hafði fengið leyfi til að búa í frá borgaryfirvöldum árið 1982.

Erlent

Aðskilnaðar krafist að nýju

Þrír grímuklæddir menn sem sögðust vera talsmenn ETA-aðskilnaðarsamtakanna stigu á svið á samkomu um sjálfstæði Baskalands um helgina. Lesin var tilkynning um að ETA legði ekki niður vopn fyrr en Baskaland fengi sjálfstæði frá Spáni. Að loknum lestrinum skutu mennirnir úr vélbyssum í loftið.

Erlent

Frekar Satan en Hillary Clinton

Áhrifamikill evangelískur predikari lýsti því yfir í gær að fólkið í sínu kjördæmi myndi leggja harðar að sér við að koma í veg fyrir mögulegt forsetakjör demókratans Hillary Clintons en þótt Lúsifer sjálfur færi í framboð.

Erlent

Frumbyggjarnir eiga borgina

Alríkisdómstóll Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að Nyoongar-ættbálkurinn sé eigandi landsvæðis Perth-borgar. Þetta er í fyrsta skipti sem frumbyggjum er tryggður eignarréttur á þéttbýlissvæði, að sögn áströlsku fréttastofunnar ABC. Eignar­rétturinn nær þó ekki til lands sem byggt er á.

Erlent

Ofsóknir frekar en rannsóknir

Esteban Lazo Hernández, starfandi vara­forseti Kúbu, hélt reiðilestur yfir bandarískum ráðamönnum á allsherjarþinginu í New York á dögunum. Hann hélt því fram að ríkisstjórn Bandaríkjanna eyddi meiri fjármunum í að ofsækja og refsa þeim fyrirtækjum sem ættu í viðskiptum við eyríkið en eytt væri í rannsókn á því hver hefði fjármagnað hryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturnana.

Erlent

Verri eftir brott-hvarf Saddams

Manfred Novak, sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna á sviði ómannúðlegrar meðferðar fanga, segir að pyntingar á föngum hafi versnað til muna í Írak, eftir að Saddam Hussein var komið frá völdum. Áður hafi ákveðin regla verið á hlutunum en nú vaði uppi öryggissveitir, herskáar einkahersveitir og ýmsir hatursmenn hernámsins. Novak segir ástandið í Írak farið gjörsamlega úr böndunum.

Erlent

Heimsmet í humarrúllu áti

Japaninn Takeru Kobayashi setti ansi sérstakt heimsmet í gær. Hann mætti til leiks í árlegri humarátskeppni í Boston í Bandaríkjunum. Hann gerði sér lítið fyrir og setti heimsmet með því að borða 41 humarrúllu á 10 mínútum. Þar með fór hann nálægt því að tvöfalda gamla metið sem var 22 rúllur á jafn löngum tíma.

Erlent

Þrjú börn myrt í Saint Louis

Íbúar í Saint Louis í Bandaríkjunum eru slegnir óhug eftir að þrjú börn fundust myrt þar í borg í gær. Skömmu áður var 26 ára kona ákærð fyrir að hafa myrt móður þeirra með því að skera fóstur úr kvið hennar.

Erlent