Innlent

Enn karpað um kaup

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn að störfum. Mynd/ Pjetur.
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn að störfum. Mynd/ Pjetur.
Fundur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna með Launanefnd sveitarfélaga sem hófst klukkan hálfþrjú í dag stendur enn yfir. Einn fundarmanna sem Vísir ræddi við segir ekki hægt að spá fyrir um hversu lengi hann muni standa.

Eins og fram hefur komið hafa slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn boðað 16 klukkustunda langt verkfall sem hefst klukkan átta í fyrramálið ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma.

Launanefnd sveitarfélaga telur sig hins vegar skuldbundna til að virða markmið stöðugleikasáttmálans sem undirritaður var í fyrra. Samkvæmt honum eigi að leggja áherslu á að styrkja stöðu þeirra tekjulægstu, eða þeirra sem eru með undir 200 þúsund krónum í dagvinnulaun á mánuði. Launanefndin segir að meðaldagvinnulaun slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna séu töluvert hærri en þessi upphæð.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×