Handbolti

Danir unnu sannfærandi sigur á Króötum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Danir tryggðu sér sigur í C-riðli og fullt hús í milliriðli eftir fimm marka sigur á Króötum, 34-29, í kvöld. Króatar fara því með aðeins eitt stig inn í milliriðil því þeir náðu bara jafntefli á móti Serbum. Danir fóru á kostum í seinni hálfleiknum sem þeir unnu með sex marka mun.

Það var jafnt á flestum tölum í byrjun leiks en Danir voru þá alltaf skrefinu á undan. Danir komust í 8-6 en Króatar skoruðu þrjú mörk í röð og voru 16-15 yfir í hálfleik.

Danir hrifsuðu til sín frumkvæðið með því að skora þrjú fyrstu mörkin í seinni hálfleik og byggðu síðan ofan á þá góðu byrjun. Danir náðu fimm marka forustu, 27-22, þegar tólf mínútur voru til leiksloka og þá var þetta orðið erfitt fyrir Króatana sem áttu ekki möguleika í seinni hálfleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×