Sigur á silfurliðinu frá HM og íslenska liðið komið áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2016 19:30 Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimm mörk gegn Slóvenum. mynd/hsí Ísland vann frábæran fjögurra marka sigur, 23-19, á Slóveníu á EM U-20 ára landsliða í handbolta í kvöld. Íslenska liðið hefur þar með unnið báða leiki sína í B-riðli og er komið áfram í milliriðil. Ísland mætir Spáni í hreinum úrslitaleik um efsta sætið í B-riðli klukkan 18:00 á sunnudaginn. Íslensku strákarnir spiluðu miklu betri varnarleik en gegn Rússum í gær og það lagði grunninn að sigrinum á sterku liði Slóvena. Slóvenía endaði í 2. sæti á HM U-19 ára landsliða í fyrra en Slóvenar voru eina liðið vann Ísland á HM í Rússlandi í fyrra. Íslenska liðið endaði í 3. sæti á því móti eftir sigur á Spánverjum í leiknum um bronsið. Ísland var allan tímann með undirtökin í leik kvöldsins þótt aldrei hafi munað miklu á liðunum. Staðan var 10-7 í hálfleik, Íslandi í vil, og strákarnir byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og komust fljótlega í 15-10. En slök nýting á dauðafærum hleypti Slóvenum inn í leikinn. Þeim tókst þó aldrei að jafna né komast yfir. Íslenska liðið reyndist svo sterkara á lokasprettinum og landaði glæsilegum sigri. Lokatölur 23-19, Íslandi í vil. Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur í íslenska liðinu með fimm mörk en þeir Hákon Daði Styrmisson, Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson komu næstir með þrjú mörk hver. Grétar Ari Guðjónsson átti skínandi leik í markinu og varði 15 skot.Mörk Íslands:Óðinn Þór Ríkharðsson 5, Hákon Daði Styrmisson 3, Arnar Freyr Arnarsson 3, Elvar Örn Jónsson 3, Sturla Magnússon 2, Sigtryggur Rúnarsson 2, Kristján Örn Kristjánsson 1, Aron Dagur Pálsson 1, Ómar Ingi Magnússon 1, Birkir Benediktsson 1, Leonharð Harðarson 1. Íslenski handboltinn Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Ísland vann frábæran fjögurra marka sigur, 23-19, á Slóveníu á EM U-20 ára landsliða í handbolta í kvöld. Íslenska liðið hefur þar með unnið báða leiki sína í B-riðli og er komið áfram í milliriðil. Ísland mætir Spáni í hreinum úrslitaleik um efsta sætið í B-riðli klukkan 18:00 á sunnudaginn. Íslensku strákarnir spiluðu miklu betri varnarleik en gegn Rússum í gær og það lagði grunninn að sigrinum á sterku liði Slóvena. Slóvenía endaði í 2. sæti á HM U-19 ára landsliða í fyrra en Slóvenar voru eina liðið vann Ísland á HM í Rússlandi í fyrra. Íslenska liðið endaði í 3. sæti á því móti eftir sigur á Spánverjum í leiknum um bronsið. Ísland var allan tímann með undirtökin í leik kvöldsins þótt aldrei hafi munað miklu á liðunum. Staðan var 10-7 í hálfleik, Íslandi í vil, og strákarnir byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og komust fljótlega í 15-10. En slök nýting á dauðafærum hleypti Slóvenum inn í leikinn. Þeim tókst þó aldrei að jafna né komast yfir. Íslenska liðið reyndist svo sterkara á lokasprettinum og landaði glæsilegum sigri. Lokatölur 23-19, Íslandi í vil. Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur í íslenska liðinu með fimm mörk en þeir Hákon Daði Styrmisson, Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson komu næstir með þrjú mörk hver. Grétar Ari Guðjónsson átti skínandi leik í markinu og varði 15 skot.Mörk Íslands:Óðinn Þór Ríkharðsson 5, Hákon Daði Styrmisson 3, Arnar Freyr Arnarsson 3, Elvar Örn Jónsson 3, Sturla Magnússon 2, Sigtryggur Rúnarsson 2, Kristján Örn Kristjánsson 1, Aron Dagur Pálsson 1, Ómar Ingi Magnússon 1, Birkir Benediktsson 1, Leonharð Harðarson 1.
Íslenski handboltinn Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira