Fleiri fréttir

Hlutabréfaeign almennings aldrei minni

Bein hlutabréfaeign íslenskra heimila nemur aðeins um fjórum prósentum af markaðsvirði skráðra fyrirtækja. Hlutfallið ekki verið lægra í fimmtán ár. Forstjóri Kauphallarinnar segir þetta "áhyggjuefni“.

Húsnæðisverð hækkaði hvergi meira en hér

Húsnæðisverð hækkaði hvergi meira í heiminum en á Íslandi á fyrstu þremur mánuðum ársins, að því er fram kemur í nýrri skýrslu breska ráðgjafafyrirtækisins Knight Frank.

Kortavelta ferðamanna jókst um 28%

Kortavelta erlendra ferðamanna í íslenskum krónum jókst um tæp 28 prósent í aprílmánuði miðað við sama mánuð í fyrra.

Framlegð IKEA hefur snaraukist

Þrátt fyrir miklar verðlækkanir hefur hagnaður IKEA aukist um 222 prósent á síðustu sex árum. Framkvæmdastjórinn segir að hagnaður verslunarinnar hafi verið "fullmikill“.

Segir formlegan aðskilnað banka óþarfan

Jón Daníelsson hagfræðingur telur hugmyndir um að skilja að starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingarbanka ekki nógu vel ígrundaðar. Aðskilnaður myndi aðeins auka kostnað við bankaþjónustu. Ávinningurinn sé óljós.

Seðlabanki vinnur á móti styrkingu krónunnar

Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, telur að ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands um að lækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentustig sé afar jákvætt skref.

Sigurður Hreiðar til Íslenskra verðbréfa

Sigurður Hreiðar Jónsson, sem hætti störfum í markaðsviðskiptum Kviku banka í lok síðasta árs, hefur verið ráðinn sem verðbréfamiðlari hjá Íslenskum verðbréfum (ÍV), samkvæmt upplýsingum Vísis.

Arðgreiðslur Bláa lónsins námu tæpum 1,5 milljarði króna

Á aðalfundi Bláa lónsins í dag var samþykkt 13 milljón evra arðgreiðsla til hluthafa fyrirtækisins sem nemur um 1,45 milljarði króna. Þá var hagnaður Bláa lónsins eftir skatta um 23,5 milljónir evra eða um 2,6 milljarðar íslenskra króna árið 2016.

Ómar Özcan til Íslandsbanka

Ómar Özcan, sem hefur starfað hjá Íslenskum verðbréfum frá því í ársbyrjun 2016, hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í verðbréfamiðlun Íslandsbanka, samkvæmt upplýsingum Markaðarins.

Haukur hættur hjá SFS og fer til GAMMA

Haukur Þór Hauksson, sem hefur verið aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) undanfarin þrjú ár, hefur hætt þar störfum og mun taka til starfa hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA Capital Management.

Auðveldara og ódýrara að skipta um banka

Landsbankinn hefur skuldbundið sig til þess að grípa til aðgerða til að efla samkeppni á bankamarkaði. Markmiðið er að draga úr skiptikostnaði í fjármálaþjónustu, auka aðhald með bönkunum og ýta undir samkeppni.

Ekki talið tilefni til þess að setja lög um aðskilnað

Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra telur engin hættumerki vera fyrir hendi um óheppileg tengsl á milli starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingarbanka hér á landi. Umfang fjárfestingarbankastarfsemi er lítið.

Mikilvægast að skilja hvar mesta áhættan er

Starfshópur sem fékk það hlutverk að skoða kosti og galla þess að aðskilja þessa starfsemi innan íslenskra fjármálafyrirtækja hefur skilað skýrslu sinni til fjármálaráðherra.

Vill kaupa verslanir af Kaupþingi

Breski kaupsýslumaðurinn Philip Day er sagður hafa áhuga á að kaupa fatakeðjurnar Coast, Oasis og Warehouse af Kaupþingi.

Þekkt hótelkeðja í gamla sjónvarpshúsið

Samningaviðræður standa yfir á milli Reita og alþjóðlegrar hótelkeðju. Ritað verður undir samninga síðar í sumar ef allar forsendur ganga eftir. Herbergjafjöldi verður um 120 til 160 auk verslunar- og þjónusturýma á jarðhæð.

Íslenskir fjárfestar hafa augastað á Seachill

Sami hópur og keypti dótturfélag Icelandic Group í Belgíu hefur áhuga á að festa kaup á dótturfélagi Icelandic í Bretlandi. Kaupverðið gæti numið yfir tíu milljörðum króna.

N1 hækkar enn

Verð bréfanna hefur ekki verið hærra síðan í byrjun mars.

Jafnvægi að nást á fasteignamarkaði

Vísbendingar eru um að nú hægi á hækkunum á fasteignamarkaði. Fyrrverandi formaður Félags fasteignasala telur að sveitarfélögin muni koma með húsnæðismálaútspil í aðdraganda kosninga.

Lög um sjálfkeyrandi bíla eru ekki tímabær

Ráðherra nýsköpunarmála segir enn mörgum spurningum um sjálfkeyrandi bíla ósvarað. Ekki sé tímabært að undirbúa lagasetningu um slíka bíla. Smári McCarthy, þingmaður Pírata, óttast hins vegar að stjórnvöld sofni á verðinum.

Hafna norsku leiðinni

Hagfræðingar efast um að hömlur á lánshlutfalli geti slegið á hækkun íbúðaverðs. Þeir segja verðhækkanir ekki hafa verið drifnar áfram af skuldsetningu. 

Íslensku tryggingafélögin mega ekki sofna á verðinum

Ör tækniþróun mun hafa mikil áhrif á íslenskan tryggingamarkað á næstu árum. Sérfræðingur segir að tryggingafélögin verði að halda vel á spöðunum ætli þau sér ekki að verða undir í samkeppni við erlend félög.

Velta N1 kemur til með að tvöfaldast

Hlutabréf í N1 ruku upp um 9,7% í verði eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á smásölurisanum Festi, sem á meðal annars Krónuna. Velta sameinaðs félags mun verða um 75 til 80 milljarðar króna. Samlegðaráhrifin eru augljós.

Hlutabréf N1 á miklu flugi eftir tilkynningu

Gengi hlutabréfa í N1 hafa rokið upp í verði við opnun markaða í dag eftir að tilkynnt var um fyrirhuguð kaup félagsins á Festi, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar og Elko.

Costco segir lága verðið hafa verið mistök

Við verðlögðum það í takti við það sem gengur og gerist á öðrum markaðssvæðum en, fyrir mistök, klikkuðum á að taka skilagjaldið inn í myndina, segir viðskiptastjóri Costco um lágt verð á vatni.

Virðing kaupir allt hlutafé ALDA sjóða

Verðbréfafyrirtækið Virðing hefur fest kaup á öllu hlutafé ALDA sjóða hf. og munu hluthafar ALDA, sem eru stjórnendur félagsins, koma inn í hluthafahóp Virðingar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Virðingu.

Sjá næstu 50 fréttir