Viðskipti innlent

Greiningardeildir ósammála um vaxtaákvörðun Seðlabankans

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Vísir/GVA
Greiningardeild Arion banka og hagfræðideild Landsbankans eru ekki á einu máli um hvort Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti sína eða haldi þeim óbreyttum í næstu viku.

Greiningardeild Arion banka spáir því að vextir verði lækkaðir um 0,25 prósentustig og segir litlar líkur á óbreyttum vöxtum, þá einkum og sér í lagi vegna verulegrar gengisstyrkingar krónunnar á undan­förnum vikum. Gengi krónunnar hefur styrkst um 2,3 prósent frá síðasta fundi peningastefnunefndar Seðlabankans.

Hagfræðideild Landsbankans telur hins vegar að nefndin ákveði að halda vöxtunum óbreyttum. Telur hún að styrking krónunnar sé ekki af þeirri stærðargráðu að hún, ein og sér, nægi til að sannfæra meirihluta nefndarinnar um að lækka vextina. Nefndin bíði enn eftir sterkari kjölfestu verðbólguvæntinga. Peningastefnunefndin tilkynnir um ákvörðun sína 14. júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×