Viðskipti innlent

Húsnæðisverð hækkaði hvergi meira en hér

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Húsnæðisverð hefur farið hratt hækkandi hér á landi undanfarin misseri.
Húsnæðisverð hefur farið hratt hækkandi hér á landi undanfarin misseri. Vísir/Anton Brink
Húsnæðisverð hækkaði hvergi meira í heiminum en á Íslandi á fyrstu þremur mánuðum ársins, að því er fram kemur í nýrri skýrslu breska ráðgjafafyrirtækisins Knight Frank.

Alls hækkaði verð á húsnæði hér á landi um 17,8 prósent á tímabilinu, en sérfræðingar fyrirtækisins segja að ástæðuna megi rekja til viðvarandi framboðsskorts.

„Íbúðalánasjóður hefur gefið til kynna að níu þúsund íbúðir vanti á markaðinn á næstu þremur árum í Reykjavík til þess að anna eftirspurn,“ segir Kate Everett-Allen, greinandi hjá Knight Frank.

Í skýrslu Knight Frank kemur meðal annars fram að fasteignaverð á Íslandi hafi hækkað hraðar á undanförnum mánuðum heldur en í Hong Kong, Kanada og á Nýja-Sjálandi, en í öllum þessum ríkjum hefur fasteignaverð hækkað verulega og óttast greinendur jafnvel að bóla sé farin að myndast á fasteignamörkuðum þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×