Viðskipti innlent

Costco segir lága verðið hafa verið mistök

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hægt er að kaupa 40 hálfs líters vatnsflöskur  á 449 krónur í Costco.
Hægt er að kaupa 40 hálfs líters vatnsflöskur á 449 krónur í Costco. Vísir/Sunna
Mistök Costco réðu því að verslunin ákvað að verðleggja hálfan lítra af ókolsýrðu vatni á ellefu krónur, fimm krónum lægra en sem nemur skilagjaldi plastflöskunnar.

Greint var frá því í Fréttablaðinu, degi eftir opnun verslunarinnar í Kauptúni, að Costco selur magnpakkningu með 40 hálfslítraflöskum á 449 krónur. Hver flaska kostar því 11,2 krónur en Costco þarf engu að síður að greiða sextán króna skilagjaldið til ríkissjóðs þegar vatnið er flutt hingað til lands.

Þegar Vísir grennslaðist fyrir um málið í gær var verðið óbreytt en að sögn Steve Barnett, viðskiptastjóri Costco í Bretland og Íslandi, mun það koma til að breytast.

Sjá einnig: Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar

Hann segir að þó verslunin hafi gert sér grein fyrir gæðum íslenska vatnsins hafi Costco viljað prófa að selja eigin vörumerki.

„Við verðlögðum það í takti við það sem gengur og gerist á öðrum markaðssvæðum en, fyrir mistök, klikkuðum á að taka skilagjaldið inn í myndina,“ segir Barnett.

Hann segir að til standi að leiðrétta verðið fyrir næstu vatnspantanir að utan.


Tengdar fréttir

Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar

Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco.

Þetta eru vinsælustu vörurnar í Costco í Kauptúni

Óhætt er að fullyrða að Íslendingar hafi tekið bandaríska verslunarrisanum Costco opnum örmum. Verslunin opnaði í Kauptúni í Garðabæ fyrir rúmum tveimur vikum og hefur ítrekað myndast röð við verslunina af áhugasömum viðskiptavinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×