Viðskipti innlent

Kortavelta ferðamanna jókst um 28%

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Kortavelta erlendra ferðamanna í íslenskum krónum jókst um tæp 28 prósent í aprílmánuði miðað við sama mánuð í fyrra.
Kortavelta erlendra ferðamanna í íslenskum krónum jókst um tæp 28 prósent í aprílmánuði miðað við sama mánuð í fyrra. Vísir/Anton Brink
Kortavelta erlendra ferðamanna í íslenskum krónum jókst um tæp 28 prósent í aprílmánuði miðað við sama mánuð í fyrra. Á sama tíma var fjölgun ferðamanna um 62 prósent. Var þetta fimmti mánuðurinn í röð sem fjölgun ferðamanna reyndist meiri en vöxtur í kortaveltu þeirra, samkvæmt nýrri samantekt fjármálaráðuneytisins.

Fyrstu fjóra mánuði þessa árs fjölgaði erlendum ferðamönnum sem heimsækja Ísland um 56 prósent miðað við sama tímabil í fyrra og virðist því, enn sem komið er, gengisstyrking krónunnar hafa haft óveruleg áhrif á fjölgun erlendra ferðamanna, að sögn ráðuneytisins.

Ráðuneytið tekur fram að leiða megi að því líkur að þó að gengissveiflur hafi ekki veruleg áhrif á fjölda ferðamanna, þá hafi þær áhrif á neyslu þeirra í krónum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×