Viðskipti innlent

Arðgreiðslur Bláa lónsins námu tæpum 1,5 milljarði króna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Eignir Bláa lónsins eru nú 109,3 milljónir evra eða um 12 milljarðar íslenskra króna.
Eignir Bláa lónsins eru nú 109,3 milljónir evra eða um 12 milljarðar íslenskra króna. Vísir/GVA
Á aðalfundi Bláa lónsins í dag var samþykkt 13 milljón evra arðgreiðsla til hluthafa fyrirtækisins sem nemur um 1,45 milljarði króna. Þá var hagnaður Bláa lónsins eftir skatta um 23,5 milljónir evra eða um 2,6 milljarðar íslenskra króna árið 2016. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Bláa lóninu í dag.

Í niðurstöðum uppgjörs Bláa lónsins kom einnig fram að eignir fyrirtækisins væru nú 109,3 milljónir evra eða um 12 milljarðar íslenskra króna.

Arðgreiðslan til hluthafa, sem samþykkt var í dag á aðalfundi Bláa lónsins, nemur 13 milljónum evra eða um 1,45 milljarði króna. Hagnaður Bláa lónsins eftir skatta nam 23,5 milljónum evra eða um 2,6 milljörðum íslenskra króna árið 2016. Þá nam heildarvelta fyrirtækisins um 77,2 milljónum evra eða rúmum 8,6 milljörðum íslenskra króna.

Skattspor félagsins árið 2016 var um 18,1 milljónir evra eða 2 milljarðar króna.

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir hagnaðinn meðal annars verða nýttan í hótel fyrirtækisins sem mun opna síðar á árinu.

„Unnið er að áframhaldandi uppbyggingu sem felst í stækkun á upplifunarsvæði Bláa Lónsins og nýju hágæðahóteli, þar sem áherslan verður áfram lögð á einstaka upplifun gesta og mikil þjónstugæði. Nýja upplifunarsvæðið og hótelið munu opna á síðari hluta ársins og verður það mikilvægur áfangi í starfsemi Bláa Lónsins.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×