Viðskipti innlent

Fella einnig niður reikigjöld á frelsisnotendur

Kjartan Kjartansson skrifar
Reikigjöld á farsíma verða felld niður í Evrópu á morgun.
Reikigjöld á farsíma verða felld niður í Evrópu á morgun. Vísir/EPA
Reikigjöld sem viðskiptavinir Símans og Vodafone hafa greitt þegar þeir virkja svonefnd frelsisnúmer sín erlendis verða felld niður eins og á aðra viðskiptavini þeirra. Sömu lögmál um notkun frelsisnúmera erlendis gilda áfram hjá fyrirtækjunum.

Reglugerð Evrópusambandsins sem bannar fjarskiptafyrirtækjum að rukka viðskiptavini sína um svonefnd reikigjöld af símtölum, smáskilaboðum og netnotkun þegar þeir eru erlendis tekur gildi á morgun. Íslensku fjarskiptafyrirtækin munu því fella gjöldin niður hjá viðskiptavinum sínum á morgun.

Sjá einnig: Reikigjöld ættu að falla niður hjá íslensku símafyrirtækjunum á fimmtudag

Sumir viðskiptavina fyrirtækjanna eru hins vegar ekki í beinni áskrift heldur kaupa fyrirframgreidda inneign fyrir svonefnd frelsisnúmer. Þær inneignir hafa ekki virkað erlendis hjá Símanum.

Svanlaug Einarsdóttir, vörustjóri farsíma hjá Símanum, segir að þeir sem eru með frelsisnúmer og fara erlendis hafi getað láti umbreyta númerinu í áskriftarnúmer á meðan í svokölluðu Frelsi í útlöndum. Þá greiði þeir fyrir notkun sína sérstaklega á meðan þeir eru erlendis. Reikigjöld sem hafa lagst ofan á þau gjöld falli nú niður og innanlandsverð gildi héðan í frá.

Á vefsíðu Vodafone kemur fram að inneignir með inniföldum mínútum, SMS-um og gagnamagni gildi bæði á Íslandi og innan Evrópusambandsríkja. Sé keypt inneign fyrir fasta upphæð kosti notkun í Evrópusambandslöndunum það sama og heima. Þannig geti frelsisnotendur notað síma sína eins heima og erlendis.

Upplýsingar um afnám reikigjalda á vefsíðu Símans

Upplýsingar um afnám reikigjalda á vefsíðu Vodafone

Ný verðskrá Nova eftir afnám reikigjalda

Upplýsingar á vefsíðu Hringdu um afnám reikigjalda






Fleiri fréttir

Sjá meira


×