Viðskipti innlent

Vill kaupa verslanir af Kaupþingi

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Verslanir Oasis hafa verið í eigu Kaupþings frá árinu 2009 en eru nú í söluferli.
Verslanir Oasis hafa verið í eigu Kaupþings frá árinu 2009 en eru nú í söluferli. vísir/epa
Breski kaupsýslumaðurinn Philip Day er sagður hafa áhuga á að kaupa fatakeðjurnar Coast, Oasis og Warehouse af Kaupþingi. Keðjurnar voru settar á sölu í nóvember í fyrra og var uppsett verð þá 100 milljónir punda, sem jafngildir um 12,5 milljörðum króna, en talið er að Day geti nú keypt verslanirnar fyrir helmingi lægri fjárhæð.

Day er forstjóri smásölukeðjunnar Edinburgh Woollen Mill, en í frétt The Sunday Times segir að hann hafi aukið umsvif sín á smásölumarkaði að undanförnu með kaupum á nokkrum verslunum.

Félagið Aurora Fashions rekur keðjurnar þrjár, Coast, Oasis og Warehouse, en það hefur verið í eigu Kaupþings frá árinu 2009. Áður voru þær í eigu félagsins Mosaic Fash­ions, sem varð gjaldþrota í kjölfar hrunsins, en Baugur Group var stærsti eigandi þess félags. Aðrir hluthafar voru meðal annars Kaupþing og fjárfestingarfélagið Stapi.

Líkt og margar verslanakeðjur hafa verslanir Aurora Fashions átt erfitt uppdráttar undanfarin ár. Fatasala hefur dregist verulega saman í Bretlandi og þá er einkaneysla jafnframt minni en áður.


Tengdar fréttir

Vilja kaupa Karen Millen og Oasis af Kaupþingi

Tískuvörurisinn Debenhams er nú sagður íhuga að fjárfesta í verslunarkeðjunum Karen Millen og Oasis sem nú eru í eigu Kaupþings en áður Baugs. Bloomberg segir frá þessu í kvöld en þetta er haft eftir innanbúðarmanni hjá Debenhams.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×