Viðskipti innlent

Stýrivextir lækka um 0,25 prósentustig

Kjartan Kjartansson skrifar
Seðlabankinn heldur áfram að lækka stýrivexti sína.
Seðlabankinn heldur áfram að lækka stýrivexti sína. Vísir/Anton Brink

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4,5%. Vísar hún meðal annars til minnkandi verðbólguvæntinga.

Í tilkynningu frá Seðlabankanum kemur fram að horfur séu á hröðum hagvexti í ár eins og árin á undan. Útlitið hafi lítið breyst frá síðustu spá bankans og hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi hafi verið í meginatriðum í samræmi við hana. Vöxturinn sé sem fyrr einkum drifinn af örum vexti ferðaþjónustu og einkaneyslu auk þess sem útlit sé fyrir töluverða slökun í aðhaldi opinberra fjármála í ár.

Sjá einnig: Stýrivextir ekki lægri í tvö ár

Seðlbankinn segir verðbólgu enn áþekka því sem hún hafi verið undanfarið hálft ár en undirliggjandi verðbólga virðist hafa minnkað undanfarna mánuði. Þá hafi verðbólguvæntingar til bæði skamms og langs tíma lækkað áfram frá síðasta fundi peningastefnunefndar og raunvextir bankans hækkað.

Aðhaldið ræðst af framvindu efnahagsmála og hagstjórn
Gagnstæðir kraftar hafi sem fyrr áhrif á verðbólguhorfur, þar sem hækkun gengis krónunnar og lítil alþjóðleg verðbólga vegi á móti verðbólguþrýstingi af innlendum rótum. Bilið á milli verðþróunar innlendra þátta, einkum húsnæðiskostnaðar, og erlendra þátta, hafi aukist töluvert undanfarna mánuði.

Skýr merki um spennu í þjóðarbúskapnum kalli á peningalegt aðhald svo að tryggja megi verðstöðugleika til meðallangs tíma. Hækkun raunvaxta bankans frá síðasta fundi peningastefnunefndar feli hins vegar í sér nokkru meira aðhald en nefndin hafði stefnt að og telur nægilegt til þess að stuðla að verðstöðugleika.

Traustari kjölfesta verðbólguvæntinga við verðbólgumarkmiðið og hækkun gengis krónunnar hafi gert peningastefnunefnd mögulegt að ná lögboðnu markmiði um verðstöðugleika með lægri vöxtum en ella. Aðhaldsstig peningastefnunnar á komandi misserum muni ráðast af framvindu efnahagsmála og annarri hagstjórn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
1,06
2
1.261
SYN
0,6
1
150
MARL
0,26
11
661.469
SIMINN
0,11
5
100.324
REGINN
0,11
8
170.457

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
-3,23
63
197.498
ICEAIR
-1,11
16
242.371
VIS
-0,99
2
98.130
SJOVA
-0,93
2
16.303
EIK
-0,82
7
99.537