Viðskipti innlent

N1 hækkar enn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VÍSIR/VILHELM
Hlutabréf í N1 héldu áfram að hækka í morgun. Það sem af er degi hefur hækkunin numið 4,84% í rúmlega 600 milljón króna viðskiptum og er gengi bréfanna nú 128.

Verð bréfanna hefur hækkað umtalsvert frá því á föstudag þegar greint var frá undirritun samkomulags N1 hf. og SF V slhf. vegna fyrirhugaðra kaupa N1 hf. á öllu útgefnu hlutafé í Festi hf.

Festi sérhæfir sig í rekstri verslunarfyrirtækja og rekur 28 verslanir undir merkjum Krónunnar, ELKO, Nóatún og Kjarval en félagið á einnig Bakkann, vöruhús.

Velta N1 mun væntanlega meira en tvöfaldast við kaupin og verða um 75 til 80 milljarðar króna á ári. Til samanburðar er áætluð velta sameinaðs félags Haga og Olís um 120 milljarðar króna.

Fjárfestar tóku fregnunum vel en til marks um það hækkuðu hlutabréf í N1 um 9,7 prósent í verði í 1.171 milljónar króna viðskiptum á föstudaginn, eftir að greint hafði verið frá undirrituninni.

Verð bréfanna hefur ekki verið hærra síðan í byrjun mars.


Tengdar fréttir

N1 kaupir félagið sem rekur Krónuna og Elko

Festi sérhæfir sig í rekstri verslunarfyrirtækja og rekur 28 verslanir undir merkjum Krónunnar, ELKO, Nóatún og Kjarval en félagið á einnig Bakkann, vöruhús.

Hlutabréf N1 á miklu flugi eftir tilkynningu

Gengi hlutabréfa í N1 hafa rokið upp í verði við opnun markaða í dag eftir að tilkynnt var um fyrirhuguð kaup félagsins á Festi, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar og Elko.

Velta N1 kemur til með að tvöfaldast

Hlutabréf í N1 ruku upp um 9,7% í verði eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á smásölurisanum Festi, sem á meðal annars Krónuna. Velta sameinaðs félags mun verða um 75 til 80 milljarðar króna. Samlegðaráhrifin eru augljós.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×