Viðskipti innlent

Mun bjóða upp á sömu flug­á­ætlun og Blá­fugl áður

Atli Ísleifsson skrifar
Framkvæmdarstjóri Odin Cargo ehf er Magnús H. Magnússon.
Framkvæmdarstjóri Odin Cargo ehf er Magnús H. Magnússon. Aðsend

Nýtt flugfraktfélag, Odin Cargo, hefur gengið frá langtímasamningum við birgja og hyggst bjóða uppá sömu flugáætlun og Bláfugl, sem nýverið skilaði inn flugrekstrarleyfi sínu. Odin Cargo mun bjóða upp á fraktflug alla virka daga milli Keflavíkur, Billund og Kölnar.

Greint er frá þessu í tilkynningu þar sem ætlað er að tryggja fyrrverandi viðskipavinum Bláfugls áframhaldandi lausnir í flutningum til og frá Íslandi. 

„Frá Billund og Köln er boðið uppá daglegar tengingar með kælitrukkum til Bremerhaven, Zeebrugge og Boulogne-sur-Mer fyrir ferskan fisk. Í gegnum Billund og Köln getur Odin Cargo boðið viðskiptavinum sínum aðgengi að öflugum leiðarkerfum flugfélaga eins og SAS, UPS Air Cargo og Ethiopian Airlines í gegnum öfluga samstarfssamninga. Þessar lausnir gera Odin Cargo kleift að bjóða lausnir með ferskvöru frá Íslandi til Asíu, Norður Ameríku og Afríku. 

Odin Cargo er einnig umboðsaðili fyrir Delta Cargo og býður uppá dagleg flug frá Keflavik til New York, Minneapolis og Detroit. Í gegnum þessa velli er síðan hægt að tengja við öflugt leiðakerfi Delta Cargo. Framkvæmdarstjóri Odin Cargo ehf er Magnús H. Magnússon og er félagið í jafnri eigu hans og Cargow Thorship sem einnig býður upp á alhliða lausnir í flutningum, á sjó, landi og í flugi. Magnús hefur starfað við flugtengdan rekstur samfleytt frá 1997 og hefur því langa reynslu úr flugrekstri, fraktflugi og flutningsmiðlun. Odin Cargo er með aðsetur að Selhellu 11 í Hafnarfirði,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×