Fleiri fréttir

Liverpool áfrýjar banni Mane

Liverpool ætlar að áfrýja leikbanni Sadio Mane. Mane fékk rautt spjald í leik Liverpool gegn Manchester City um helgina og hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann af enska knattspyrnusambandinu.

Klopp: Tapið miðjumönnunum að kenna

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir miðjumenn liðsins hafa átt alveg jafn mila sök og varnarmennirnir í 5-0 tapi liðsins gegn Manchester City á laugardag.

Sjáðu áverka Ederson | Mynd

Markmaður Manchester City, Ederson, skartar vígalegu sári á andliti eftir samstuð hans og Sadio Mane, leikmanns Liverpool, í leik liðanna um helgina.

Messan: Ekta Mourinho spilamennska

Manchester United töpuðu sínum fyrstu stigum í ensu úrvalsdeildinni á þessu tímabili þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Stoke á laugardaginn. Sérfræðingarnir í Messunni ræddu leik United í gær.

Hið erfiða annað ár hjá Jóhanni Berg og félögum

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson mætir aftur til leiks með Burnley í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Meiðsli gerðu honum erfitt fyrir í fyrra en hann hefur byrjað tímabilið í ár af krafti.

Mourinho gekk út úr viðtali hjá BBC

Portúgalski knattspyrnustjóri Manchester United gekk úr viðtali hjá BBC er hann var spurður út í ósætti á milli hans og Mark Hughes á meðan leik Manchester United og Stoke stóð yfir.

Choupo-Moting bjargaði stigi fyrir Stoke

Eric Choupo-Moting skoraði bæði mörk Stoke í 2-2 jafntefli gegn Manchester United í lokaleik dagsins í enska boltanum en þetta voru fyrstu mörk hans fyrir félagið.

Chievo engin fyrirstaða fyrir ítölsku meistarana

Góð byrjun tímabilsins hjá Juventus heldur áfram en ítölsku meistararnir unnu öruggan 3-0 sigur á Chievo á heimavelli í eina leik dagsins í ítalska boltanum sem lauk rétt í þessu.

Skytturnar unnu lífsnauðsynlegan sigur

Lærisveinar Arsene Wenger komust aftur á sigurbraut í 3-0 sigri Arsenal á heimavelli gegn Bournemouth í enska boltanum í dag en Danny Welbeck og Alexandre Lacazette sáu um markaskorunina í leiknum.

Kante reyndist hetjan á gamla heimavellinum

NGolo Kante skoraði annað marka Chelsea og markið sem reyndist vera sigurmarkið í 2-1 sigri ensku meistaranna í Chelsea gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag en þetta var þriðji sigur Chelsea í röð.

Gylfi og félagar steinlágu á heimavelli

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton steinlágu á heimavelli 0-3 gegn Tottenham í dag í ensku úrvalsdeildinni en þetta var þriðji leikur Everton í röð án sigurs.

Tíu leikmenn Liverpool flengdir á Etihad

Liverpool fékk stóran skell í 0-5 tapi gegn Manchester City á Etihad-vellinum í dag en eftir rautt spjald á Sadio Mane undir lok fyrri hálfleiksins var greinilegt í hvað stefndi og keyrðu heimamenn yfir þá rauðklæddu.

Getur Gylfi komið Everton upp í næstu tröppu?

Everton galopnaði veskið til að fá Gylfa Þór Sigurðsson á Goodison Park. Hann stimplaði sig inn með glæsilegu marki í fyrsta byrjunarliðsleiknum. Gylfi á að hjálpa Everton að komast í fremstu röð.

Þungskýjað yfir Emirates

Það er þungskýjað yfir Emirates vellinum þessa dagana. Arsenal steinlá fyrir Liverpool, 4-0, í síðasta leiknum fyrir landsleikjahléið og situr í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þrjú stig eftir þrjá leiki. Aðeins West Ham (10) hefur fengið á sig fleiri mörk en Arsenal (8) í fyrstu þremur umferðunum.

Eitthvað verður undan að láta í Manchester

José Mourinho og Pep Guardiola mæta aftur til leiks með Manchester-liðin, United og City, í vetur. Þau stóðu ekki undir væntingum í ensku úrvalsdeildinni í fyrra en í ár er allt lagt undir í baráttunni.

Heavy metallinn hljómar áfram á Anfield

Liverpool hefur farið vel af stað á þriðja tímabilinu undir stjórn Jürgens Klopp. Þjóðverjinn er í miklum metum á Anfield og honum er treyst fyrir því að koma Liverpool aftur í hóp þeirra bestu.

Mane bestur í ágúst

Sadio Mane og David Wagner voru valdir bestir í ensku úrvalsdeildinni í ágústmánuði

Hætta á verstu byrjun Arsenal í 35 ár

Ef Arsenal tapar fyrir Bournemouth á Emirates á laugardaginn verður það versta byrjun liðsins í 35 ár. Það verður jafnframt versta byrjun Arsenal síðan enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar tímabilið 1992-93.

Sjá næstu 50 fréttir