Enski boltinn

Liverpool áfrýjar banni Mane

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sadio Mane
Sadio Mane Vísir/Getty
Liverpool ætlar að áfrýja leikbanni Sadio Mane. Mane fékk rautt spjald í leik Liverpool gegn Manchester City um helgina og hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann af enska knattspyrnusambandinu.

Senegalinn mun því missa af leikjum Liverpool gegn Burnley og Leicester í ensku úrvalsdeildinni, sem og leik í deildarbikarnum, einnig gegn Leicester.

Sjá einnig:Messan: Sparkar höfuðið af markverði City

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði í viðtali eftir leikinn á laugardaginn að hvorki hann né Pep Guardiola, stjóri City, hafi talið brot Mane verðskulda rautt spjald.



Þá sagði Chris Sutton, einn af knattspyrnuspekingum BBC, að draga ætti spjald Mane til baka eftir að Matt Ritchie, leikmaður Newcastle, fékk aðeins gult spjald fyrir svipað brot.


Tengdar fréttir

Tíu leikmenn Liverpool flengdir á Etihad

Liverpool fékk stóran skell í 0-5 tapi gegn Manchester City á Etihad-vellinum í dag en eftir rautt spjald á Sadio Mane undir lok fyrri hálfleiksins var greinilegt í hvað stefndi og keyrðu heimamenn yfir þá rauðklæddu.

Sjáðu áverka Ederson | Mynd

Markmaður Manchester City, Ederson, skartar vígalegu sári á andliti eftir samstuð hans og Sadio Mane, leikmanns Liverpool, í leik liðanna um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×