Enski boltinn

Aðdáendur Chelsea sakaðir um gyðingahatur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Morata hefur farið vel af stað með Chelsea, en dregst inn í slæma umræðu vegna textasmíða stuðningsmanna
Morata hefur farið vel af stað með Chelsea, en dregst inn í slæma umræðu vegna textasmíða stuðningsmanna Vísir/getty
Chelsea er í skoðun hjá enska knattspyrnusambandinu eftir að aðdáendur liðsins sungu óviðeigandi lag í sigri liðsins á Leicester um helgina.

Umrætt lag er stuðningslag fyrir nýja framherjann Alvaro Morata, en í því er einnig lína sem ætluð er að níðast á nágrönnunum í Tottenham og er talin innihalda hatursræðu gagnvart Gyðingum.

„Chelsea fordæmir alla mismunun, og orðbragðið í laginu er óásættanlegt,“ sagði Steve Atkins, fjölmiðlafulltrúi Chelsea á blaðamannafundi í dag.

„Fólk sem notar svona orðbragð segir þetta alltaf vera á gráu svæði. Það er ekkert grátt svæði. Orðbragðið er hatursorðræða gagnvart Gyðingum og við líðum það ekki.“

„Ef einhverjir ársmiðahafar eða aðrir meðlimir félagsins voru á meðal þessara stuðningsmanna þá munum við taka til aðgerða gagnvart þeim, meðal annars bann frá leikjum,“ sagði Atkins.

Knattspyrnustjóri félagsins, Antonio Conte, tók í sama streng. „Við erum sammála félaginu. Ég elska stuðningsmenn okkar því þeir koma okkur áfram í leikjum, en við verðum að fylgjast vel með í framtíðinni.“








Tengdar fréttir

Kante reyndist hetjan á gamla heimavellinum

NGolo Kante skoraði annað marka Chelsea og markið sem reyndist vera sigurmarkið í 2-1 sigri ensku meistaranna í Chelsea gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag en þetta var þriðji sigur Chelsea í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×