Enski boltinn

Messan: Everton lítur ekki út eins og lið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ríkharður Daðason og Jóhannes Karl Guðjónsson, sérfræðingar um knattspyrnu, ræddu lið Everton í Messunni í gær. Everton tapaði 0-3 fyrir Tottenham á laugardag.

„Koeman þarf að fara að finna út hvað hann vill gera við þetta Everton lið,“ sagði Ríkharður. „Hann er búinn að kaupa menn fyrir fullt af pening, þar á meðal Gylfa, og talað um að taka skrefið upp. Mér finnst þeir bara vera langa vegu frá því að líta út eins og lið.“

Everton seldi 27 marka manninn Romelu Lukaku til Manchester United en keypti ekki hreinræktaðan framherja inn í sumar.

„Þessari spurningu verður ekkert svarað alveg strax, hvaðan þeir ætla að fá þessi 27 mörk sem að hurfu með Lukaku. Ég ætla að vona að okkar maður Gylfi Sigurðsson nái að skora og leggja upp einhvern slatta af mörkum,“ sagði Jóhannes Karl.

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Gylfi og félagar steinlágu á heimavelli

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton steinlágu á heimavelli 0-3 gegn Tottenham í dag í ensku úrvalsdeildinni en þetta var þriðji leikur Everton í röð án sigurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×