Enski boltinn

Klopp: Tapið miðjumönnunum að kenna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jürgen Klopp er á sínu þriðja tímabili hjá Liverpool.
Jürgen Klopp er á sínu þriðja tímabili hjá Liverpool. Vísir/Getty
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir miðjumenn liðsins hafa átt alveg jafn mila sök og varnarmennirnir í 5-0 tapi liðsins gegn Manchester City á laugardag.

„Það var svo auðvelt að verjast fyrsta markinu. Færið ykkur ofar og þá eru þeir rangstæðir,“ sagði Klopp við staðarblaðið Liverpool Echo.

„En við gerðum það ekki, og þannig var allur fyrri hálfleikurinn. Við vorum ekki nógu þéttir og vorum ekki að valda þeim vandræðum.“

Miðjumennirnir Georginio Wijnaldum, Jordan Henderson og Emre Can áttu samtals aðeins tvær tæklingar í leiknum.

„Ef leikmenn verjast almennilega á miðjunni, þá áttu meiri möguleika. Við erum venjulega mun betri í því heldur en á móti City,“ sagði Klopp.

„Að tapa 5-0 er slæmt, en á ákveðnum tímapunkti vissi ég að þetta var ekki okkar dagur. Því miður hef ég átt nokkra svona daga sem knattspyrnustjóri. Ekki samt hjá Liverpool, Guði sé lof.“

Tapið var það stærsta í sögu Liverpool síðan 1958.


Tengdar fréttir

Tíu leikmenn Liverpool flengdir á Etihad

Liverpool fékk stóran skell í 0-5 tapi gegn Manchester City á Etihad-vellinum í dag en eftir rautt spjald á Sadio Mane undir lok fyrri hálfleiksins var greinilegt í hvað stefndi og keyrðu heimamenn yfir þá rauðklæddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×