Enski boltinn

Upphitun fyrir leiki dagsins: Verður Jói örlagavaldur De Boer? | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Tveir leikir fara fram í enska boltanum í dag er Burnley tekur á móti Crystal Palace en seinna um daginn mætast Swansea og Newcastle á heimavelli Swansea.

Það er mikil pressa á Frank De Boer, knattspyrnustjóra Crystal Palace, eftir þrjú töp í röð en talið er að tap í leik morgundagsins gæti verið banabiti hans sem þjálfari liðsins en liðið á enn eftir að skora.

Tölfræðin er Crystal Palace ekki hliðholl en í átta leikjum liðanna í efstu deild hefur Burnley unnið sex þeirra.

Newcastle kemur inn í leikinn eftir 3-0 sigur í síðasta leik gegn West Ham en Swansea vann tíunda leik sinn undir stjórn Paul Clement í síðustu umferð gegn Crystal Palace.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×