Enski boltinn

Hætta á verstu byrjun Arsenal í 35 ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arsene Wenger, Alexis Sánchez og félagar í Arsenal eru í vandræðum.
Arsene Wenger, Alexis Sánchez og félagar í Arsenal eru í vandræðum. vísir/getty
Ef Arsenal tapar fyrir Bournemouth á Emirates á laugardaginn verður það versta byrjun liðsins í 35 ár. Það verður jafnframt versta byrjun Arsenal síðan enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar tímabilið 1992-93.

Arsenal byrjaði tímabilið á að vinna dramatískan 4-3 sigur á Leicester City. Lærisveinar Arsenes Wenger töpuðu svo fyrir Stoke City og steinlágu fyrir Liverpool í síðasta leiknum fyrir landsleikjahlé.

Eftir þrjár umferðir situr Arsenal í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins þrjú stig.

Arsenal fékk aðeins fjögur stig út úr fyrstu fjórum umferðunum tímabilin 1994-95 og 2011-12.

Tímabilið 1982-83 fékk Arsenal hins vegar einungis eitt stig út úr fyrstu fjórum umferðunum. Skytturnar töpuðu þá fyrir Stoke, Liverpool og Brighton en gerðu jafntefli við Norwich City.

Bournemouth eru í enn verri málum en Arsenal en lærisveinar Eddies Howe hafa ekki enn fengið stig í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Það verður því eitthvað undan að láta á Emirates á laugardaginn.


Tengdar fréttir

Er Wenger loksins komin á endastöð?

Andlausar Skyttur áttu engin svör gegn Liverpool í niðurlægjandi 4-0 tapi á Anfield í gær. Þetta var annað tap Arsenal í röð. Mörg spurningamerki hanga yfir Arsenal-liðinu sem er strax komið í eltingarleik eftir aðeins þrjár umferðir.

Lemar vildi fara til Arsenal

Thomas Lemar vildi fara til Arsenal eða Liverpool, samkvæmt Vadim Vasilyev, varaforseta Mónakó.

Wenger efaðist um sjálfan sig

Stjóri Arsenal dró það lengi að skrifa undir nýjan samning við Arsenal sem hann gerði þó síðastliðið vor.

Wenger: Vorum á eftir Lemar og Mbappe

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, staðfestir að Thomas Lemar, leikmaður Monaco, neitaði að ganga i raðir Arsenal í sumar. Einnig staðfesti Wenger að þeir hefðu haft áhuga á samherja Lemar, Kylian Mbappe.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×