Enski boltinn

Messan: Ekta Mourinho spilamennska

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Manchester United töpuðu sínum fyrstu stigum í ensu úrvalsdeildinni á þessu tímabili þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Stoke á laugardaginn. Sérfræðingarnir í Messunni ræddu leik United í gær.

„Þetta er ekta Mourinho. Þegar Untied fær boltann þá sjáum við að kantmennirnir draga sig inn í miðjuna, bakverðirnir fara hátt á völlinn og svo halda þeir balance með tveimur djúpum mönnum,“ sagði Ríkharður Daðason, annar sparksérfræðinga Messunnar.

„Á móti þriggja manna varnarlínu, þá finnst mér vanta pínulitla breidd þarna út. Einu leikmennirnir sem eru breitt á vellinum eru vængbakverðirnir.“

Antonio Valencia bar fyrirliðaband United í leiknum og var aðeins tekinn fyrir. „Hvað er samt langt síðan Valencia hitti á mann fyrir markið hægra meginn?“ spurði þáttastjórnandinn, Ríkharð Óskar Guðnason.

Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Mourinho gekk út úr viðtali hjá BBC

Portúgalski knattspyrnustjóri Manchester United gekk úr viðtali hjá BBC er hann var spurður út í ósætti á milli hans og Mark Hughes á meðan leik Manchester United og Stoke stóð yfir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira