Enski boltinn

Upphitun: Enska úrvalsdeildin hefst aftur með látum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað í dag eftir landsleikjahlé.

Dagurinn byrjar með stórleik Manchester City og Liverpool á Etihad. Bæði lið eru með sjö stig og geta farið á topp deildarinnar með sigri.

Fimm leikir hefjast klukkan 14:00.

Gylfi Þór Sigurðsson mætir sínum gömlu félögum þegar Everton fær Tottenham í heimsókn.

Englandsmeistarar síðustu þriggja ára, Leicester City og Chelsea, mætast á King Power-vellinum.

Arsenal mætir stigalausu liði Bournemouth á Emirates, ósigraðir West Brom-menn sækja West Brom heim og Southampton og West Ham mætast á velli heilagrar Maríu.

Í lokaleik dagsins tekur Stoke City svo á móti Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×