Enski boltinn

Messan: Sparkar höfuðið af markverði City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rauða spjaldið sem Sadio Mane fékk í leik Manchester City og Liverpool um helgina var vitaskuld til umræðu í Messunni á Stöð 2 Sport á sunnudag.

Mane var vikið af velli eftir samstuð við Ederson, markvörð City sem fékk þungt högg í andlitið og djúpan skurð. Atvikið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni.

Sjá einnig: Sjáðu áverka Ederson | Mynd

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, sagði að Mane hafi ekki átt skilið að fá rautt spjald þar sem að hann var að reyna að ná til boltans. Staðan í leiknum þegar Mane var rekinn af velli var 1-0 fyrir City en leiknum lyktaði með 5-0 sigri bláklædda liðsins.

„Hann er að reyna að ná boltanum, vissulega. En það er engin afsökun. Hann sparkaði höfuðið af markverðinum hjá City,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson í þættinum.

„Ég er sammála Jóa. Það er engin afsökun fyrir því að reyna við boltann. Ef þú nærð ekki í boltann á undan andstæðingnum þá verður þú að vera ábyrgur fyrir því hvar fóturinn endar,“ sagði Ríkharður Daðason.

„Þarna endar fóturinn í ca 180 cm hæð og hann fer með takkana á undan sér í kinnina á leikmanninum. Mér finnst þetta var rautt spjald allan daginn. Það skiptir ekki máli hvort það sé illur ásetningur eða ekki hjá Mane.“

Sjá einnig: Átti Ritchie að fá rautt eins og Mane?

Jóhannes sagðist hafa reynt að mynda sér aðra skoðun á málinu. „Ég vildi óska þess að ég gæti sagt að dómarinn hefði átt að gefa gult spjald til að leyfa leiknum að halda áfram eins og hann var. En það er ekki hægt.“


Tengdar fréttir

Tíu leikmenn Liverpool flengdir á Etihad

Liverpool fékk stóran skell í 0-5 tapi gegn Manchester City á Etihad-vellinum í dag en eftir rautt spjald á Sadio Mane undir lok fyrri hálfleiksins var greinilegt í hvað stefndi og keyrðu heimamenn yfir þá rauðklæddu.

Sjáðu áverka Ederson | Mynd

Markmaður Manchester City, Ederson, skartar vígalegu sári á andliti eftir samstuð hans og Sadio Mane, leikmanns Liverpool, í leik liðanna um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×