Enski boltinn

Hodgson og Allardyce efstir á blaði hjá Crystal Palace

Kristinn Páll Teitsson skrifar
De Boer þungur á brún í dag en hann virðist ætla að stoppa stutt í enska botlanum.
De Boer þungur á brún í dag en hann virðist ætla að stoppa stutt í enska botlanum. Vísri/Getty
Enskir miðlar slá því upp í kvöld að stjórn Crystal Palace sé á fullu í leit að nýjum knattspyrnustóra eftir afleita byrjun félagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Frank De Boer tók við liðinu fyrr í sumar en í fjórum leikjum hefur liðinu ekki enn tekist að skora. Er Palace stigalaust með sjö mörk í mínus eftir fjórar umferðir.

Var talað um að starf hans væri í hættu fyrir leik dagsins þar sem Crystal Palace mistókst enn á ný að skora í 0-1 tapi gegn Burnley en þetta er í fyrsta skiptið í 93 ár sem liði mistekst að skora í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins.

Allardyce stýrði liði Crystal Palace á síðasta tímabili en sagði upp að tímabilinu loknu en Hodgson hefur ekkert unnið frá því hann sagði upp starfi sínu eftir 1-2 tap enska landsliðsins gegn Íslandi í Nice.

Talið er að stjórnarformenn Palace vilji ganga frá ráðningunni á nýjum þjálfara áður en De Boer verður sagt upp störfum en að það sé aðeins tímaspursmál hvenær sá hollenski fái sparkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×