Gylfi og félagar steinlágu á heimavelli

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson hefur leikið þrjá leiki fyrir Everton.
Gylfi Þór Sigurðsson hefur leikið þrjá leiki fyrir Everton. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton steinlágu á heimavelli 0-3 gegn Tottenham í dag í ensku úrvalsdeildinni en þetta var þriðji leikur Everton í röð án sigurs.

Gylfi var á sínum stað í byrjunarliði Everton rétt eins og Wayne Rooney sem var handtekinn í landsleikjahlénu fyrir að vera tekinn ölvaður undir stýri en þeir komust lítið áleiðis.

Þá lék Davinson Sanchez fyrsta leik sinn í liði Tottenham eftir að hafa gengið til liðs við liðið á dögunum sem dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins en hann var hluti af þriggja manna varnarlínu Tottenham.

Tottenham komst 2-0 yfir með mörkum frá Harry Kane og Christian Eriksen undir lok fyrri hálfleiks en það tók Kane tæplega hálftíma að skora fyrsta mark tímabilsins eftir að hafa farið markalaus í gegnum enn einn ágústmánuðinn.

Kane var aftur á ferðinni á fyrstu mínútu seinni hálfleiks en með því innsiglaði hann sigur Tottenham sem hefur unnið báða útileiki sína til þessa á tímabilinu en aðeins fengið eitt stig á heimavelli.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira