Fleiri fréttir

Fýlan gerði Mahrez að betri leikmanni

Riyad Mahrez er betri leikmaður eftir útlegðina sem hann fór í eftir félagsskiptagluggann að mati knattspyrnustjóra Leicester, Claude Puel.

Real kláraði PSG á lokasprettinum │ Sjáðu mörkin

Evrópumeistarar Real Madrid hafa unnið Meistaradeildina tvö ár í röð og sýndu meistaratakta með því að næla sér í sigur gegn PSG í kvöld eftir að jafnt hafði verið með liðunum mest allan leikinn.

Sögulegt mark Ronaldo

Cristiano Ronaldo skoraði sitt 100. mark fyrir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar hann jafnaði metin gegn Paris Saint-Germain í leik liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar.

Blaðamenn, ekki spyrja Klopp um Meistaradeildarsigur Liverpool frá 2005

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, stýrir liðinu í kvöld í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hann mætti á blaðamannafund í gær þar sem hann var ekki hrifinn af því að fjölmiðlamenn væru að spyrja hann um síðasta sigur Liverpool í Meistaradeildinni.

Flugeldasýning hjá City í Sviss

Manchester City lenti í engum vandræðum með Basel í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lokatölur í Sviss urðu 4-0 sigur enska liðsins.

Messan fer yfir pressusókn City

Manchester City fór illa með Leicester í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Sérfræðingar Messunnar fóru yfir frábæra pressu í sókn City.

Umræða um sigurmark Newcastle: „Lukaku er bara haugur"

Ríkharð Óskar Guðnason fór yfir sigurmark Newcastle gegn Manchester United í Sunnudagsmessunni í gær en spekingar hans Bjarni Guðjónsson og Ríkharður Daðason voru gáttaðir á varnarleik United í markinu.

Meistaradeildin rúllar af stað

16 liða úrslitin í Meistaradeildinni hefjast með tveimur leikjum í kvöld en stórleikurinn sem beðið er eftir er á morgun.

Þolinmæðisverk hjá Íslandsmeisturunum

Það var þolinmæðisverk hjá Val að leggja B-deildarlið Njarðvíkur af velli í kuldanum á Valsvelli í kvöld, en lokatölur urðu 3-0 sigur Vals.

Formaður ÍTF segir kergju út í KSÍ

Haraldur Haraldsson, formaður ÍTF - hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum karla og kvenna og Inkasso-deildinni, segir að knattspyrnuhreyfingin hafi áhyggjur af því að grasrótin gleymist í því mikla góðæri sem nú er hjá KSÍ.

Óli Kristjáns hefur ekki áhyggjur af varnarleik FH

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, hefur ekki áhyggjur af varnarleik FH, en hann tók við stjórnartaumunum í vetur af Heimi Guðjónssyni. FH hefur verið að leka mörkum á undirbúningstímabilinu, en varnarlínan frá því í fyrra er farin eins og hún leggur sig.

Dregið í fyrstu umferðir bikarsins

Búið er að draga í fyrstu umferðir bikarkeppninnar í fótbolta fyrir komandi tímabil. Karlarnir hefja leik um miðjan apríl og konurnar í byrjun maí.

Messan um Pogba: Spilar eins og unglingur í fýlu

Jose Mourinho skipti Paul Pogba af velli í leik Manchester United og Newcastle í gær eftir klukkutíma leik. Hann var ekki í byrjunarliðinu í leik gegn Huddersfield í síðustu umferð og var einnig tekinn af velli eftir klukkutíma gegn Tottenham þar á undan.

Sjá næstu 50 fréttir