Enski boltinn

Daniel Sturridge meiddist í 31. skiptið á fimm árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Sturridge.
Daniel Sturridge. Vísir/Getty
Daniel Sturridge fór af velli eftir aðeins þriggja mínútna leik í gær. Þar fengu stuðningsmenn West Brom að kynnast því sem stuðningsmenn Liverpool þekkja svo vel.

Daniel Sturridge getur ekki haldið sér heilum. Hann er alltaf að meiðast og það breytist ekkert þótt að hann finni sér nýtt lið.

Listinn yfir meiðsli Sturridge lengdist sem sagt í gær og hann er nú mjög fróðleg lesning. Physioroom.com hefur tekið þetta saman.

Sturridge kom til Liverpool frá Chelsea í janúar 2013. Sturridge var þarna að meiðast í 31. skiptið á þessum fimm árum sem eru liðin síðan að hann kom norður til Bítlaborgarinnar og það þarf því ekki að koma á óvart að Liverpool hafi verið tilbúið að lána hann til West Brom.

Meiðsli Daniel Sturridge frá því að hann kom til Liverpool (Frá Physioroom.com)

West Bromwich Albion 2017-18

Aftan í læri - 12. febrúar 2018

Liverpool 2017-18

Aftan í læri - 24. desember 2017

Veikur - 19. desember 2017

Aftan í læri - 6. desember 2017

Stífleiki í læri - 1. ágúst 2017

Liverpool 2016-17

Mjöðm - 16. apríl 2017

Mjöðm - 1. mars 2017

Veikur - 16. febrúar 2017

Ökkli - 2. janúar 2017

Kálfi - 23. nóvember 2016

Högg - 16. september 2016

Mjöðm/Aftan í læri - 5. ágúst 2016

Liverpool 2015-16

Kálfi/Leggur - 18. maí 2016

Aftan í læri - 6. desemebr 2015

Ökkli - 26. nóvember 2015

Hné - 16. otkóber 2015

Liverpool 2014-15

Mjöðm/Aftan í læri - 18. apríl 2015

Mjöðm/Aftan í læri - 22. mars 2015

Mjöðm/Aftan í læri - 18. nóvember 2014

Kálfi/Leggur - 13. október 2014

Læri - 5. september 2014

Aftan í læri - 31. júlí 2014

Mjöðm/Aftan í læri - 14. júní 2014

Liverpool 2013-14

Aftan í læri - 13. apríl 2014

Ökkli - 29. nóvember 20134

Mjöðm/Aftan í læri -9. nóvember 2013

Mjöðm/Aftan í læri - 1. september 2013

Liverpool 2012-13

Ökkli - 29. maí 2013

Mjöðm/Aftan í læri - 19. mars 2013

Mjöðm/Aftan í læri - 25. febrúar 2013

Mjöðm/Aftan í læri - 3. febrúar 2013




Fleiri fréttir

Sjá meira


×