Giroud lagði upp mark þegar Chelsea komst aftur á beinu brautina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sturridge og Hazard fagna í kvöld.
Sturridge og Hazard fagna í kvöld. vísir/getty
Eden Hazard var í stuði þegar Chelsea vann 3-0 sigur á West Bromwich Albion á heimavelli í kvöld. Sigurinn styrkti stöðu Antonio Conte, stjóra Chelsea, en sæti hans er talið afar heitt.

Daniel Sturridge sem gekk í raðir WBA frá Liverpool á dögunum þurfti að fara af velli eftir fjögurra mínútna leik vegna meiðsla. Meiðslasaga hans heldur því áfram.

Eden Hazard kom Chelsea yfir á 25. mínútu eftir stoðsendingu frá nýjasta liðsmanni liðsins, Oliver Giroud, sem var í fyrsta skipti í byrjunarliði Chelsea.

Í síðari hálfleik tvöfaldaði Victor Moses forystuna og Eden Hazard bætti svo við öðru marki sínu og þriðja marki Chelsea áður en leiknum yfir lauk. Lokatölur 3-0.

Þessi sigur slær væntanlega aðeins á þær sögusagnir um að Antonio Conte verði rekinn sem stjóri Chelsea, en þeir bláklæddu höfðu tapað síðustu tveimur leikjum.

Chelsea er í fjórða sætinu með 53 stig, en WBA er á botninum með 20 stig, sjö stigum frá öruggu sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira