Enski boltinn

Kane: Var sparkaður niður af Chiellini eftir fimm mínútur í fyrsta landsleiknum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum umtalaða.
Úr leiknum umtalaða. vísir/getty

Harry Kane, framherji Tottenham, er spenntur fyrir komandi verkefni, en Kane og samherjar hans í Tottenham mæta Juventus í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fyrri leikur liðanna fer fram í vikunni, en Harry Kane er sérstaklega spenntur fyrir því að spila gegn Giorgio Chiellini, en Chiellini var einnig mótherji Kane í fyrsta landsleik hans með Englandi.

„Hann er ótrúlegur varnarmaður. Í fyrsta leiknum mínum fyrir England sparkaði hann í mig eftir fimm mínútur og ég var með dauðan fót (e. dead leg) í næstum tíu mínútur,” sagði Kane og bætti við:

„Það var alvöru innkoma í landsliðsfótboltann,” bætti Kane við áður en hann byrjaði að tala um Juventus.

„Við vitum hversu góðir þeir eru sem heild í varnarleiknum og auðvitað markvörðurinn þeirra líka. Þeir eru með frábært lið og mig hlakkar mikið til.”

„Þeir hafa haldið mjög mikið hreinu, en við höfum skorað fullt af mörkum í ensku úrvalsdeildinni svo þetta ætti að vera gott próf.”Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.