Íslenski boltinn

Formaður ÍTF segir kergju út í KSÍ

Anton Ingi Leifsson skrifar

Haraldur Haraldsson, formaður ÍTF - hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum karla og kvenna og Inkasso-deildinni, segir að knattspyrnuhreyfingin hafi áhyggjur af því að grasrótin gleymist í því mikla góðæri sem nú er hjá KSÍ.

„Við höfum áhyggjur af því að grasrótin gleymist aðeins. Velta knattspyrnusambandsins hefur aukist gífurlega á síðustu árum og hefur dálitlar áhyggjur af því að þetta verði of landsliðsmiðað,” sagði Haraldur í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöld.

ÍTF lagði fram tillögu um helgina að þeir fengu áheyrnafulltrúa í stjórn KSÍ, en því var frestað og ekkert gert úr því á ársþinginu.

„Við viljum stíga inn í það með KSÍ svo það gerist ekki. Okkur finnst að okkur vanti rödd og við lögðum meðal annars fram í breytingartillögum að ÍTF fái tvo áheyrnafulltrúa í stjórn KSÍ.”

„Það fór þvert ofan í menn og reyndist stóri liðurinn í því að þessu var vísað frá. Það eru allir að vilja gerðir, en við þurfum að nýta tækifærið núna og ræða málin,” sagði Haraldur sem segir að það sé kergja í félaginu.

„Það er búið að vera smá kergja. Það er ekkert að ástæðulausu að 19 af 24 liðum í efstu deildunum leggja fram þessar lagabreytingar. Það býr mikið að baki. Það er ljóst,” sagði Haraldur.

Allt innslagið má sjá hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.